Borgarstjórn

Fréttamynd

Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð

Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að loka Miklubraut fyrir einkabíla

Björn Teitsson, meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að með því að loka Miklubraut fyrir umferð einkabílsins gæti Reykjavíkurborg tekið hugrökkustu og bestu pólitísku ákvörðun í höfuðborginni nokkru sinni.

Innlent
Fréttamynd

Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli

Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar

Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugt

Innlent
Fréttamynd

Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri

Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál.

Innlent