Biðlistabörnin Jóhannes Stefánsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Jóhannes Stefánsson Skóla - og menntamál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Fjölgun barna, fækkun starfsfólks Það er af ýmsu að taka, en það sem vekur einna mesta athygli eru áætlanir borgarinnar í leikskólamálum. Það lítur út fyrir að stærsti fæðingarárgangur síðasta áratugar hér á landi komi í heiminn á þessu ári. Þetta eru börn sem þurfa leikskólapláss á næsta ári. Miðað við tölur sem Hagstofan birti nýverið vantar ellefu nýja, fullmannaða leikskóla í borgina til þess að taka á móti þessum árgangi. Höfum í huga að börn í Reykjavík þurfa nú þegar mörg hver að bíða fram yfir tveggja ára aldur áður en þau fá leikskólapláss, meira en ári eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þetta virðast hafa farið framhjá meirihlutanum í borgarstjórn sem ætlar að fækka starfsfólki leikskóla á milli ára, þrátt fyrir að starfsmönnum borgarinnar á öðrum sviðum haldi áfram að fjölga. Þó stendur til að byrja að byggja nýjar leikskóladeildir fyrir 4 milljarða króna á næsta ári, sem er allt of lítið og allt of seint. Borgin ætlar því áfram að skila auðu til foreldra og barna á leikskólaaldri en virðast ætla að fá starfsfólk skólanna til að leysa vandann fyrir sig. Leikskólastjórnendur fá nú símtöl þar sem þeir eru beðnir um að reyna að taka inn sem flest börn, enda styttist í kosningar. Hver á að vera heima? Samtölin milli foreldra um það hvernig þeir ætli að brúa þetta bil munu því fyrirsjáanlega halda áfram. Atvinnurekendur munu áfram þurfa að sjá á eftir starfsfólki sem er fast heima á meðan beðið er eftir símtalinu um hvenær barnið fái loksins pláss. Þetta ástand veldur álagi á barnafjölskyldur sem fæstar þurfa á auknum áhyggjum að halda. Og ef þær eru svo heppnar að fá inni, þurfa þær fljótlega að venja sig á að hlaupa undir bagga með kerfinu á svokölluðum fáliðunardögum, þegar ekki tekst að manna deildir. Þeir eru orðnir svo algengir að þeir hafa fengið sérstakt heiti í samskiptum borgar og leikskólaforeldra. Það mætti halda því fram að áætlanir meirihlutans í borginni hvað þetta varðar séu mikil vonbrigði, en þær eru það í rauninni ekki. Það er bara hægt að valda vonbrigðum þegar væntingarnar eru einhverjar. Samfylkingin lofaði að á þessu kjörtímabili yrði ráðist í uppbyggingu á leikskólum þannig að öllum reykvískum börnum yrði boðið leikskólapláss við 12 til 18 mánaða aldur. Það gekk ekki eftir, ekki frekar en síðustu fjögur kjörtímabilin þar á undan þar sem sama loforðið hefur verið lagt fram og svikið, aftur og aftur. Það er kaldhæðni örlaganna að loforð Samfylkingarinnar um 12 til 18 mánaða inntökualdur hefur verið svikið í 12 til 18 ár. Kominn tími á breytingar Slæm staða og úrræðaleysi í leikskólamálum er rökrétt og eðlileg afleiðing af áralöngu stefnuleysi í rekstri og fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi upp á fjölmargt að bjóða og sé að mörgu leyti frábær borg, þá er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki áhuga eða skilning á mikilvægi þess að fjármál borgarinnar séu í lagi. Skuldahlutfall borgarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum. Fulltrúar meirihlutans virðast ekki skilja samhengið á milli heilbrigðra fjármála og ráðdeildar annars vegar og gæða grunnþjónustunnar hins vegar. Fyrir vikið á borgin fullt í fangi með að sjá um grundvallarverkefni, eins og eðlilegt viðhald á skólum. Þetta þarf ekki að vera svona, en til þess að eitthvað breytist er nauðsynlegt að aðrir fái umboð kjósenda til þess að gera breytingar í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið fyrsta flokks borg. Höfundur er foreldri í Reykjavík.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar