Hlaup

Hafði betur gegn heimsmethafanum eftir æsispennandi lokasprett í maraþoninu
Hin keníska Peres Jepchirchir kom fyrst í mark í maraþoni kvenna í miklum hita á Ólympíuleikunum í Japan. Hlaupið fór fram norðurhluta landsins í borginni Sapporo.

Hlynur bætir enn eitt Íslandsmetið
Hlauparinn Hlynur Andrésson sló í gærkvöld eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í Jessheim í Noregi. Hlynur kom í mark á 7:54,72 mínútum.

Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september
Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá ákvörðun að fresta Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um fjórar vikur. Stefnt er á að halda það laugardaginn 18. september.

Rannveig og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur Vertical Ultra
Fjallahlaupið Súlur Vertical var haldið við frábærar aðstæður á Akureyri í dag. Gerðar voru töluverðar breytingar á upphaflegum áætlunum og víðtækar ráðstafanir viðhafðar til að fylgja sóttvarnareglum og tryggja öryggi keppenda og starfsfólks.

Íslandsmetið bætt enn einu sinni
Þeir Hlynur Andrésson og Baldvin Þór Magnússon hafa háð harða baráttu um Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi á undanförnum vikum.

Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi
Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37.

Andrew Douglas fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu
Breski hlauparinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 4:10:38 nú um klukkan hálf tvö í dag.

Frægir hlaupa til góðs
Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir safna nú áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðasamtök.

Katrín var með sprungu í lærlegg en ætlar að hlaupa tíu kílómetra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir frá því á samfélagsmiðlum að hún hyggist hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Það verður fyrir Píeta-samtökin, sem Katrín segist hafa valið eftir langa umhugsun.

200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld
Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt.

Hlaupa á flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld
Isavia mun opna Reykjavíkurflugvöll fyrir hlaupurum sem þátt taka í Miðnæturhlaupi Isavia í kvöld. Er það gert í tilefni af áttatíu ára afmæli flugvallarins.

Lengri vegalengdir Reykjavíkurmaraþonsins vinsælli eftir Covid
„Það gengur bara vel að undirbúa Reykjavíkurmaraþonið og það er mikil gleði yfir því að það sé búið að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Eyrún Huld Harðardóttir í markaðsdeild Íslandsbanka.

Búi Steinn vann stærsta utanvegahlaup Íslands
Búi Steinn Kárason kom fyrstur í mark í 160 kílómetra utanvegahlaupinu Hengill Ultra Trail. Hlaupið var ræst klukkan tvö í gær og kláraði Búi á tímanum 23:50:40.

Tuttugu hlauparar lagðir af stað í 161 kílómetra keppni á Hengilsvæðinu
Klukkan tvö í dag voru tuttugu hlauparar ræstir út í lengstu vegalengd keppninnar Hengill Ultra. Hlaupararnir fara 161 kílómetra og fóru af stað frá Hveragerði í rigningu og roki.

1300 manns keppa í utanvegahlaupi um Hengilsvæðið
Keppendur í 161 kílómetra flokki á Salomon Hengil Ultra voru ræstir út klukkan 14 í dag. Sextán keppa í 161 kílómetraflokknum en alls verða keppendur um helgina í kringum 1300 sem er met í utanvegahlaupi hér á landi.

Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum
Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar.

Hlaupið fyrir landsbyggðardeild Ljóssins
Það stendur mikið til í Hrunamannahreppi á morgun því um eitt hundrað hlauparar hafa skráð sig í Miðfellshlaupið, sem er hlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Allir hlauparar enda á Flúðum.

Hlaupa til styrktar fólki á landsbyggðinni í krabbameinsmeðferð
Sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins. Hlaupið í ár verður í tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins.

250 þúsund manns reyndu að vinna Íslandsferð
66°Norður í samstarfi við samfélagsmiðilinn Strava stóð fyrir hreyfiátaki þar sem notendur gátu skráð sig til leiks og áttu kost á því að vinna ferð til Íslands ef þeir myndu hreyfa sig þrisvar í viku í tvær vikur í röð.

Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet
Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið.

„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“
Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Rosalegt keppnisskap Hlyns: „Hann drap sig hreinlega á hverri einustu æfingu“
„Þetta er rosalegt hlaup hjá honum og bara flott hjá honum að leggja allt undir,“ segir Kári Steinn Karlsson um fyrsta maraþonhlaup Hlyns Andréssonar. Hlynur sló í hlaupinu tæplega tíu ára gamalt Íslandsmet Kára.

Á nú sjö gildandi Íslandsmet
Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag.

Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra
Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki.

Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun
Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið.

Býður þeim sem vilja að hlaupa með sér síðustu kílómetrana
Bjartur Norðfjörð, sem undanfarið hefur hlaupið tugi kílómetra bæði nótt og dag, býður öllum þeim sem vilja að hlaupa með sér frá Ráðhúsinu og umhverfis Tjörnina klukkan átta í kvöld. Bjartur hleypur til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni en markmiðið með framtakinu er að safna fé sem nýtt verður í baráttuna fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Fimm hlaup búin og sjö eftir
Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup.

Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma
Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“
Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu.

Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen
Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.