FIFA

Fréttamynd

FIFA ekkert heyrt frá Barcelona

Alþjóða knattspyrnusambandið segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu. Fráfarandi forseti spænska liðsins sagði að félagið væri tilbúið að taka þátt í slíkri deild þegar hún yrði stofnuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti FIFA með kórónuveiruna

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins [FIFA] greindist í dag með kórónuveruna. FIFA greindi frá þessu í fréttatilkynningu sem sambandið gaf út í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss

Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss.

Erlent
Fréttamynd

Wenger vill hætta með janúargluggann

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja leyfa fimm skiptingar

Líklegt er að skiptingum í fótbolta verði fjölgað tímabundið til að hjálpa liðum og leikmönnum að takast á við mikið leikjaálag.

Fótbolti
Fréttamynd

Marshall-áætlun FIFA í bígerð

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins.

Fótbolti
Fréttamynd

Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma

Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina.

Fótbolti