Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 14:13 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Joan Cañellas var hetja Spánverja þegar þeir slógu Dani út í 8-liða úrslitum á HM í Katar í Lusail Sports Arena í kvöld. Lokatölur 24-25, Spáni í vil. Staðan var jöfn þegar lokamínútan gekk í garð. Valero Rivera kom Spánverjum yfir, 23-24, með sínu tíunda marki í leiknum. Danir brunuðu í sókn og Mads Mensah Larsen jafnaði metin með góðu skoti. Manolo Cadenas, þjálfari Spánar, tók þá leikhlé þegar 19 sekúndur voru eftir. Heimsmeistararnir stilltu upp í sókn sem lauk með því að Cañellas skoraði sigurmarkið, tveimur sekúndum fyrir leikslok. Spánverjar fögnuðu vel og innilega en þeirra bíður leikur gegn Evrópumeisturum Frakka í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Danir voru á undan að skora framan af leik þar sem hornamaðurinn Anders Eggert fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Í stöðunni 8-7 fyrir Dani kom góður kafli hjá Spánverjum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 8-10. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum fyrri hálfleik á meðan Danir skoruðu þrjú. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þrívegis tveimur mörkum yfir á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins. Mikkel Hansen var öflugur á þessum kafla en þessi mikla skytta skoraði fimm af sjö fyrstu mörkum Dana í seinni hálfleik. Mensah gerði hin tvö en Spánverjum gekk illa eiga við þá félaga. En líkt og í fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá heimsmeisturunum um miðjan seinni hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 18-16 og í 18-20 og voru komnir með gott tak á leiknum. Danir gáfust hins vegar ekki upp og eftir leikhlé Guðmundar skoruðu þeir þrjú mörk í röð og komust yfir, 23-22, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Spánverjar náðu að jafna í 23-23 og við tók sá æsilegi lokakafli sem áður var lýst. Rivera var markahæsti í liði Spánar með tíu mörk en Cañellas kom næstur með fimm mörk. Þá skoraði Rául Entrerríos fjögur mörk. Eggert og Hansen voru markahæstir í liði Danmerkur með sex mörk hvor. Hansen skoraði hins vegar ekki mark síðustu 20 mínútur leiksins. Mensah skoraði fjögur mörk, öll í seinni hálfleik. Danir, sem töpuðu sínum fyrsta leik á HM í kvöld, mæta Slóvenum á föstudaginn í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Lærisveinar Guðmundar leika svo annað hvort um 5. eða 7. sætið á laugardaginn. HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Joan Cañellas var hetja Spánverja þegar þeir slógu Dani út í 8-liða úrslitum á HM í Katar í Lusail Sports Arena í kvöld. Lokatölur 24-25, Spáni í vil. Staðan var jöfn þegar lokamínútan gekk í garð. Valero Rivera kom Spánverjum yfir, 23-24, með sínu tíunda marki í leiknum. Danir brunuðu í sókn og Mads Mensah Larsen jafnaði metin með góðu skoti. Manolo Cadenas, þjálfari Spánar, tók þá leikhlé þegar 19 sekúndur voru eftir. Heimsmeistararnir stilltu upp í sókn sem lauk með því að Cañellas skoraði sigurmarkið, tveimur sekúndum fyrir leikslok. Spánverjar fögnuðu vel og innilega en þeirra bíður leikur gegn Evrópumeisturum Frakka í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Danir voru á undan að skora framan af leik þar sem hornamaðurinn Anders Eggert fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Í stöðunni 8-7 fyrir Dani kom góður kafli hjá Spánverjum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 8-10. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum fyrri hálfleik á meðan Danir skoruðu þrjú. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þrívegis tveimur mörkum yfir á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins. Mikkel Hansen var öflugur á þessum kafla en þessi mikla skytta skoraði fimm af sjö fyrstu mörkum Dana í seinni hálfleik. Mensah gerði hin tvö en Spánverjum gekk illa eiga við þá félaga. En líkt og í fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá heimsmeisturunum um miðjan seinni hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 18-16 og í 18-20 og voru komnir með gott tak á leiknum. Danir gáfust hins vegar ekki upp og eftir leikhlé Guðmundar skoruðu þeir þrjú mörk í röð og komust yfir, 23-22, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Spánverjar náðu að jafna í 23-23 og við tók sá æsilegi lokakafli sem áður var lýst. Rivera var markahæsti í liði Spánar með tíu mörk en Cañellas kom næstur með fimm mörk. Þá skoraði Rául Entrerríos fjögur mörk. Eggert og Hansen voru markahæstir í liði Danmerkur með sex mörk hvor. Hansen skoraði hins vegar ekki mark síðustu 20 mínútur leiksins. Mensah skoraði fjögur mörk, öll í seinni hálfleik. Danir, sem töpuðu sínum fyrsta leik á HM í kvöld, mæta Slóvenum á föstudaginn í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Lærisveinar Guðmundar leika svo annað hvort um 5. eða 7. sætið á laugardaginn.
HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira