Fréttir

RFK verður heil­brigðis­ráð­herra

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni.

Erlent

Undanþágubeiðninni ekki hafnað

Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. 

Innlent

Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast

Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar.

Innlent

Flug­fé­lögum verði skylt að af­henda far­þega­lista

Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent

Sebrahestur gengur laus á Jót­landi

Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn.

Erlent

Fundað um af­markaðan þátt kjara­deilunnar

Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 

Innlent

Sak­sóknari hefði þurft að geta í eyðurnar

Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað.

Innlent

„Við vitum að þessu er stjórnað af Ás­laugu Örnu“

Sjálfstæðismaður til áratuga lýsir hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi í gær. Barist er um sæti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á hverjum slíkum fundi og komast færri að en vilja nú þegar baráttan magnast um nýjan formann. Stuðningsmaður Áslaugar Örnu og borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að smalað sé á slíka fundi.

Innlent

Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri

Langt suður í hafi er spáð talsverðum lægðagangi, en hæðasvæði norður af Jan Mayen. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar en þar segir að í sameiningu muni þessi veðurkerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Veður