Fréttir Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Innlent 3.6.2025 08:46 Frakklandsforseti heimsækir Grænland Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands. Erlent 3.6.2025 08:29 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. Erlent 3.6.2025 08:17 Nóttin róleg hjá björgunarsveitum Nóttin hefur verið róleg hjá björgunarsveitum þó björgunarsveitir hafi tvisvar verið kallaðar út á Tröllaskaga til að aðstoða bændur með sauðfé. Innlent 3.6.2025 07:55 Með sömu óásættanlegu kröfurnar Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Erlent 3.6.2025 07:22 Saka Ísraelsher aftur um að hafa skotið á hóp sem beið eftir hjálpargögnum Forstjóri Nasser spítalans á Gasa svæðinu segir að tuttugu og fjórir hafi verið drepnir og að þrjátíu og sjö hafi særst eftir að ísraelskir hermenn gerðu árás á hóp fólks sem var að bíða eftir hjálpargögnum í borginni Rafah í morgun. Erlent 3.6.2025 07:20 Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Innlent 3.6.2025 07:01 „Norðan óveður á landinu í dag“ Útlit er fyrir óveður á landinu í dag og snjókomu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Hlýna mun þó þegar líður á daginn með talsverðri rigningu á láglendi. Viðvaranir verða í gildi á öllu landinu í dag. Innlent 3.6.2025 06:26 Skipulagði árásina í Colorado í heilt ár Karlmaður sem grunaður er um að hafa kastað eldvörpum í mótmælendur í Colorado með þeim afleiðingum að tólf særðust hefur verið ákærður fyrir manndráp og hatursglæp. Hann á allt að 384 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Erlent 3.6.2025 00:03 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. Innlent 2.6.2025 23:01 „Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. Innlent 2.6.2025 22:04 Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. Innlent 2.6.2025 21:17 Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Erlent 2.6.2025 21:14 Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. Innlent 2.6.2025 20:41 Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. Innlent 2.6.2025 20:05 Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Innlent 2.6.2025 19:37 Vilja ný og öruggari bílastæði á samningslausu landi gróðrarstöðvar Stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings krefst þess að borgin afhendi félaginu svæði við Stjörnugróf svo hægt sé að hefja viðræður um uppbyggingu félagsins á svæðinu. Gróðrarstöðin Mörk hefur staðið samningslaus á svæðinu í níu ár. Framkvæmdastjóri Víkings segir ný og öruggari bílastæði fyrsta mál á dagskrá verði svæðið afhent félaginu. Innlent 2.6.2025 19:05 Óveður, yfirlið á tónleikum og málahali Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Við ræðum við bónda sem er að búa sig undir veðrið og verðum í beinni frá Vegagerðinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.6.2025 18:00 Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. Erlent 2.6.2025 17:09 Ákváðu að stöðva ekki tónleikana: „Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína“ Framkvæmdastjóri félagsins sem heldur utan um Laugardalshöll segir unnið að því að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis þegar fólk slasaðist í troðningi á tónleikum FM95Blö í höllinni á laugardag. Mögulega muni staðarhaldarar gera auknar kröfur til skipuleggjenda tónleika í framtíðinni. Afráðið hafi verið að slaufa ekki tónleikunum, sem hefði ekki verið til að draga úr upplausnarástandinu. Innlent 2.6.2025 17:07 Hvergi af baki dottinn og fer með áminninguna fyrir Landsrétt Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson ætlar ekki að sætta sig við að sitja uppi með áminningu sem Úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum vegna ágreinings um skipti dánarbús. Hann ætlar með málið fyrir Landsrétt og eftir atvikum alla leið í Hæstarétt. Innlent 2.6.2025 16:51 Flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Háaleitisbraut Bílslys varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt eftir klukkan fjögur. Nokkrir einstaklingar hafa verið fluttir upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 2.6.2025 16:44 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Innlent 2.6.2025 16:37 Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með klukkan 18 í kvöld, vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Veður 2.6.2025 16:10 Höfuðborgarsvæðið bætist í hópinn Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir alla landshluta. Fyrstu gulu viðvaranirnar tóku gildi fyrr í dag, á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, og hinar munu jafnt og þétt taka gildi á næstu klukkutímum. Veður 2.6.2025 15:50 Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Erlent 2.6.2025 15:34 Útskrifaður samdægurs eftir hnífaárás á Húsavík Maður sem hlaut áverka eftir að hnífi var beitt í heimahúsi á Húsavík síðastliðna þriðjudagsnótt var útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs. Innlent 2.6.2025 15:31 Gæti komið til lokana á vegum Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Innlent 2.6.2025 14:58 Selfosskirkjugarður að fyllast Fimm til sex ár eru í að Selfosskirkjugarður verði fullnýttur og hefur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra Árborgar, verið falið að funda með sóknarnefnd Selfosskirkju um mögulega framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs. Innlent 2.6.2025 14:48 Í haldi grunaður um að hafa valdið alvarlegum áverkum Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til og með fjórða júní vegna líkamsárásar sem framin var um helgina. Brotaþoli liggur þungt haldinn eftir árásina. Innlent 2.6.2025 14:42 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 334 ›
Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. Innlent 3.6.2025 08:46
Frakklandsforseti heimsækir Grænland Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands. Erlent 3.6.2025 08:29
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. Erlent 3.6.2025 08:17
Nóttin róleg hjá björgunarsveitum Nóttin hefur verið róleg hjá björgunarsveitum þó björgunarsveitir hafi tvisvar verið kallaðar út á Tröllaskaga til að aðstoða bændur með sauðfé. Innlent 3.6.2025 07:55
Með sömu óásættanlegu kröfurnar Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Erlent 3.6.2025 07:22
Saka Ísraelsher aftur um að hafa skotið á hóp sem beið eftir hjálpargögnum Forstjóri Nasser spítalans á Gasa svæðinu segir að tuttugu og fjórir hafi verið drepnir og að þrjátíu og sjö hafi særst eftir að ísraelskir hermenn gerðu árás á hóp fólks sem var að bíða eftir hjálpargögnum í borginni Rafah í morgun. Erlent 3.6.2025 07:20
Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Innlent 3.6.2025 07:01
„Norðan óveður á landinu í dag“ Útlit er fyrir óveður á landinu í dag og snjókomu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Hlýna mun þó þegar líður á daginn með talsverðri rigningu á láglendi. Viðvaranir verða í gildi á öllu landinu í dag. Innlent 3.6.2025 06:26
Skipulagði árásina í Colorado í heilt ár Karlmaður sem grunaður er um að hafa kastað eldvörpum í mótmælendur í Colorado með þeim afleiðingum að tólf særðust hefur verið ákærður fyrir manndráp og hatursglæp. Hann á allt að 384 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Erlent 3.6.2025 00:03
Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. Innlent 2.6.2025 23:01
„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. Innlent 2.6.2025 22:04
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. Innlent 2.6.2025 21:17
Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Erlent 2.6.2025 21:14
Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. Innlent 2.6.2025 20:41
Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. Innlent 2.6.2025 20:05
Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Innlent 2.6.2025 19:37
Vilja ný og öruggari bílastæði á samningslausu landi gróðrarstöðvar Stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings krefst þess að borgin afhendi félaginu svæði við Stjörnugróf svo hægt sé að hefja viðræður um uppbyggingu félagsins á svæðinu. Gróðrarstöðin Mörk hefur staðið samningslaus á svæðinu í níu ár. Framkvæmdastjóri Víkings segir ný og öruggari bílastæði fyrsta mál á dagskrá verði svæðið afhent félaginu. Innlent 2.6.2025 19:05
Óveður, yfirlið á tónleikum og málahali Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Við ræðum við bónda sem er að búa sig undir veðrið og verðum í beinni frá Vegagerðinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.6.2025 18:00
Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. Erlent 2.6.2025 17:09
Ákváðu að stöðva ekki tónleikana: „Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína“ Framkvæmdastjóri félagsins sem heldur utan um Laugardalshöll segir unnið að því að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis þegar fólk slasaðist í troðningi á tónleikum FM95Blö í höllinni á laugardag. Mögulega muni staðarhaldarar gera auknar kröfur til skipuleggjenda tónleika í framtíðinni. Afráðið hafi verið að slaufa ekki tónleikunum, sem hefði ekki verið til að draga úr upplausnarástandinu. Innlent 2.6.2025 17:07
Hvergi af baki dottinn og fer með áminninguna fyrir Landsrétt Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson ætlar ekki að sætta sig við að sitja uppi með áminningu sem Úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum vegna ágreinings um skipti dánarbús. Hann ætlar með málið fyrir Landsrétt og eftir atvikum alla leið í Hæstarétt. Innlent 2.6.2025 16:51
Flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Háaleitisbraut Bílslys varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt eftir klukkan fjögur. Nokkrir einstaklingar hafa verið fluttir upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 2.6.2025 16:44
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Innlent 2.6.2025 16:37
Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með klukkan 18 í kvöld, vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Veður 2.6.2025 16:10
Höfuðborgarsvæðið bætist í hópinn Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir alla landshluta. Fyrstu gulu viðvaranirnar tóku gildi fyrr í dag, á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, og hinar munu jafnt og þétt taka gildi á næstu klukkutímum. Veður 2.6.2025 15:50
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Erlent 2.6.2025 15:34
Útskrifaður samdægurs eftir hnífaárás á Húsavík Maður sem hlaut áverka eftir að hnífi var beitt í heimahúsi á Húsavík síðastliðna þriðjudagsnótt var útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs. Innlent 2.6.2025 15:31
Gæti komið til lokana á vegum Heilmikið viðbragð er hjá Vegagerðinni vegna veðurviðvarana á morgun þar sem von er á vetrarverði þó júní sé runninn upp. Komið gæti til vegalokana á Suðausturlandi. Innlent 2.6.2025 14:58
Selfosskirkjugarður að fyllast Fimm til sex ár eru í að Selfosskirkjugarður verði fullnýttur og hefur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra Árborgar, verið falið að funda með sóknarnefnd Selfosskirkju um mögulega framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs. Innlent 2.6.2025 14:48
Í haldi grunaður um að hafa valdið alvarlegum áverkum Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til og með fjórða júní vegna líkamsárásar sem framin var um helgina. Brotaþoli liggur þungt haldinn eftir árásina. Innlent 2.6.2025 14:42