Fréttir

Þing­menn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum

Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Innlent

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent

Fjór­tán hvíldartímabrot á 28 dögum

Umfagnsmikil eftirlitsaðgerð var á Suðurlandsvegi í morgun þar sem fjöldinn allur af vörubílum var stöðvaður. Meðal brota voru akturs- og hvíldartímabrot og vanbúnin ökutæki.

Innlent

Breyttur tónn og reiður yfir gagn­rýni vegna flugvélagjafarinnar

Donald Trump og fjölskylda hans eiga í umfangsmiklum viðskiptum í Mið-Austurlöndum og vill forsetinn þar að auki taka við lúxusþotu í gjöf frá konungsfjölskyldu Katar. Flugvélin er metin á um 53 milljarða króna. Hann hefur brugðist reiður við gagnrýni á gjöfina og segist ekkert vita um viðskipti sona sinna á svæðinu.

Erlent

Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á mið­nætti

Prófessor í stjórnmálafræði við HA segir skiljanlegt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum líti svo á að hann hafi verið rekinn í ljósi viðtekinnar venju. Lögreglustjórinn lét sjálfur af embætti á miðnætti eftir að dómsmálaráðherra sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið.

Innlent

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Innlent

Segir löngu kominn tíma á al­menni­legt eftir­lit

Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir löngu kominn tíma á eftirlitsaðgerðir eins og efnt var til á Suðurlandsvegi í morgun þar sem hver vörubíllinn á fætur öðrum var stöðvaður. Til skoðunar er allt frá reglum um akstur og hvíld yfir í samkeppnisstöðu í atvinnuflutningum, hvort sem er með vörur eða ferðamenn. Vörubílstjórar fagna eftirliti en setja þó spurningamerki við framkvæmdina.

Innlent

Tugir sagðir liggja í valnum eftir loft­á­rásir

Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu.

Erlent

„Jóm­frúarræður“ séu barn síns tíma

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma.

Innlent

Fingra­far leiddi til hand­töku hálfri öld eftir morð

Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik.

Erlent

Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draum­órar“

Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum.

Erlent

Þor­steinn Vil­hjálms­son er látinn

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag.

Innlent

Menendez bræður geta nú sótt um reynslu­lausn

Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm.

Erlent

Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag

Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Veður

Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum

Aðalmeðferð í máli Sigurðar Fannars Þórssonar, karlmanns á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum, verður fyrir luktum dyrum. Samkvæmt yfirmati er hann metinn sakhæfur.

Innlent