Erlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. Erlent 2.1.2025 06:57 Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.1.2025 06:42 Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Erlent 1.1.2025 23:10 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. Erlent 1.1.2025 21:56 Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. Erlent 1.1.2025 20:45 Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Erlent 1.1.2025 19:44 Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. Erlent 1.1.2025 14:05 Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun. Erlent 1.1.2025 11:29 Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt. Erlent 1.1.2025 08:25 Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Bresku hundaræktarsamtökin Kennel Club hefur viðurkennt íslenska fjárhundinn sem eina af 224 viðurkenndum hundategundum jarðar. Erlent 31.12.2024 12:31 Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Erlent 31.12.2024 11:40 Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. Erlent 31.12.2024 09:21 Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur. Erlent 31.12.2024 09:14 Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael er hætt við því að þeir hljóti „sömu aumu örlög“ og Hamas, Hezbollah eða Bashar al-Assad. Þetta sagði sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og kallaði hann það síðustu viðvörun Húta, sem stjórna stórum hluta Jemen og njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Erlent 30.12.2024 23:24 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Erlent 30.12.2024 22:30 Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Erlent 30.12.2024 21:42 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. Erlent 30.12.2024 15:41 Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Erlent 30.12.2024 13:41 Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Erlent 30.12.2024 12:05 Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. Erlent 30.12.2024 11:50 Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Erlent 30.12.2024 11:22 Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Erlent 30.12.2024 06:56 Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Erlent 29.12.2024 21:32 Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Erlent 29.12.2024 21:23 Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Erlent 29.12.2024 17:38 Urðu úti við leit að Stórfæti Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi. Erlent 29.12.2024 17:00 Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu. Erlent 29.12.2024 15:22 Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29.12.2024 12:03 Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Erlent 29.12.2024 10:36 Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Erlent 29.12.2024 02:06 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. Erlent 2.1.2025 06:57
Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.1.2025 06:42
Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Erlent 1.1.2025 23:10
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. Erlent 1.1.2025 21:56
Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. Erlent 1.1.2025 20:45
Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Erlent 1.1.2025 19:44
Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. Erlent 1.1.2025 14:05
Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun. Erlent 1.1.2025 11:29
Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt. Erlent 1.1.2025 08:25
Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Bresku hundaræktarsamtökin Kennel Club hefur viðurkennt íslenska fjárhundinn sem eina af 224 viðurkenndum hundategundum jarðar. Erlent 31.12.2024 12:31
Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Erlent 31.12.2024 11:40
Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. Erlent 31.12.2024 09:21
Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur. Erlent 31.12.2024 09:14
Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael er hætt við því að þeir hljóti „sömu aumu örlög“ og Hamas, Hezbollah eða Bashar al-Assad. Þetta sagði sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og kallaði hann það síðustu viðvörun Húta, sem stjórna stórum hluta Jemen og njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Erlent 30.12.2024 23:24
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Erlent 30.12.2024 22:30
Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Erlent 30.12.2024 21:42
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. Erlent 30.12.2024 15:41
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Erlent 30.12.2024 13:41
Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Erlent 30.12.2024 12:05
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. Erlent 30.12.2024 11:50
Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Erlent 30.12.2024 11:22
Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Erlent 30.12.2024 06:56
Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Erlent 29.12.2024 21:32
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Erlent 29.12.2024 21:23
Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Erlent 29.12.2024 17:38
Urðu úti við leit að Stórfæti Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi. Erlent 29.12.2024 17:00
Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu. Erlent 29.12.2024 15:22
Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29.12.2024 12:03
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Erlent 29.12.2024 10:36
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Erlent 29.12.2024 02:06