Íslenski boltinn

„Við gátum ekki farið mikið neðar“

Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik.

Íslenski boltinn

„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“

Það er kannski skrýtið að hugsa til þess núna, tveimur Íslandsmeistaratitlum, fjórum bikarmeistaratitlum og einstöku Evrópuævintýri síðar, en þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Víkings höfðu fáir trú á því að hann ætti eftir að ná langt með liðið.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Breiða­blik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópa­vogi

Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar.

Íslenski boltinn

Hin þaul­reynda Anna Björk heim í KR

Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild.

Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum von­brigðum

Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

Íslenski boltinn