Matur

Maturinn á Super Bowl: Vængirnir étnir í tonnatali

Eins og undanfarin ár fylgdust fjölmargir Íslendingar með Los Angeles Rams sigra Cincinnati Bengals í Super Bowl í gærkvöldi og í nótt. Það er þó ekki öllum auðvelt að vaka svona langt fram á nótt og til þess þarf oft mikla orku.

Matur

Eldað af ást: „Heimsins besta bleikja“

„Uppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras, segir Kristín Björk þáttastjórnandi eldað af ást. Í nýjasta þættinum eldar hún bleikju sem hún segir þá bestu í heimi. 

Matur

Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri

Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 

Matur

Ástríðukokkur sem á margt eftir ólært

„Eldað af ást eru örþættir sem eru ætlaðir öllum matgæðingum,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir þáttastjórnandi Eldað af ást sem fóru af stað hér á Lífinu á Vísi fyrir jólin. Kristín Björk er matgæðingur, matarbloggari og flugfreyja.

Matur

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 

Matur

BBQ kóngurinn: Taco birria í steypujárnspotti

Það er fátt eins tilvalið í matarboðið eins og heimagert Taco. Í fjórða þætti BBQ kóngsins á Stöð 2 sýnir grillmeistarinn Alfreð Fannar skemmtilega uppskrift af Taco sem hann útfærir á grillinu. 

Matur

BBQ kóngurinn: Spatchcock-kjúklingur með hvítri Alabama BBQ-sósu

Nú ættu flestir grillarar landsins að vera búnir að dusta rykið af grillspöðunum og koma sér í réttu stemninguna fyrir sumarið. Grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sér til þess að enginn ætti að vera uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að undirbúa skemmtilegt grill matarboð. 

Matur

BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari

„Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 

Matur

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí

„Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi. 

Matur

Rósakakan í Blindum bakstri

Í þættinum Blindur bakstur í gær fór fram hörð barátta á milli Sóla Hólm og unnustu hans Viktoríu Hermannsdóttur. Bæði fylgdu þau Evu Laufey Kjaran í blindni og bökuðu þau fallegar rósakökur, súkkulaðikökur með dásamlegu smjörkremi. 

Matur