
Jól

Sex hundruð Úkraínumenn á jólaballi í Vesturbænum
Úkraínskt og íslenskt jólaball verður haldið í samfélagshúsi fyrir flóttamenn frá Úkraínu í dag. Von er á um sex hundruð manns í hangikjöt og annan jólamat. Talsmaður samtakanna sem skipuleggur ballið þakkar Íslendingum fyrir velvild í garð flóttamanna.

Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“
Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu.

„Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“
Rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Beggi Ólafs er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Hann ætlar þó að koma heim til Íslands nú í desember og njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Stjórnin í fantastuði
Runninn er upp 10.desember. Það er laugardagur og hvorki meira né minna en tvær vikur í jólin. Við erum að komast í rétta gírinn og viljum fá þig með.

Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman
Idol dómararnir Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal hafa gefið út nýtt jólalag saman. Lagið kallast Cashmere Draumur.

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd
Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“
Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck
Í febrúar á þessu ári gáfu Reykjavíkurdætur út sína eigin útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, All Out of Luck, sem Selma Björnsdóttir gerði ódauðlegt í Eurovision keppninni árið 1999.

„Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“
Það var ekki laust við að jólaandinn næði alla leið suður fyrr í kvöld þegar fréttamaður okkar, Tryggvi Páll Tryggvason náði tali af Benedikt Inga Grétarssyni, yfirjólasveini Jólagarðsins norður í landi.

Halda jólaball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum
Samtökin Flotta Fólk sem hafa rekið viðamikla starfsemi í þágu Úkraínskra flóttamanna, halda jólaball fyrir Úkraínsk börn í næstkomandi laugardag. Samtökin bjóða þeim sem vilja gefa barni gjöf, að skila innpakkaðri gjöf í úthlutunarmiðstöð þeirra að Neskirkju milli klukkan17:30 og 19:30 í dag eða á Aflagranda 40 á morgun á milli klukkan 11-12:00.

Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum
Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar
Valdimar er auðvitað fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn allra besti söngvari þjóðarinnar. Hér bregður hann sér í hlutverk bæði Björgvins Halldórssonar og Svölu þar sem hann tekur lagið Fyrir jól - sem auðvitað er löngu orðið ódauðlegt.

Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti
Í Vogahverfinu í Reykjavík er að finna sannkallaða jólaveröld, heima hjá manni sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta heimilið sitt fyrir jólin.

Ófarir á jóladagsnótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“
Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta
Við ætlum halda gleðinni áfram í jóladagatali Vísis. Nú er komið að klassík frá einum helsta rappara þjóðarinnar, okkar eina sanna Emmsjé Gauta sem hér er á ferðinni með einn af sínum þekktustu slögurum, Þetta má.

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“
Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini.

Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag
Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Klassísk íslensk rómantík undir ljúfum tónum Nylon stúlkna
Í stressinu og hraðanum í desember er nauðsynlegt að gefa sér tíma inn á milli til að setjast niður, kveikja á kertum, láta ljúfa tóna á fóninn og slaka á. Lag dagsins í dag, 6. desember er einmitt hugsað fyrir slíka stemningu.

Engin jólatráasala við Landakot þetta árið
Engin jólatrjáasala verður við Landakot þetta árið. Umsjónarmenn sölunnar segja verðbólgu og hækkandi kostnað vega þungt.

Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn
Það er ekki sjálfgefið að börn séu tilbúin að gefa sér tíma til þess að fá fína greiðslu í hárið. Engu að síður getur verið gaman og fræðandi að fá innblástur af fallegum greiðslum sem geta jafnvel komið sér vel yfir hátíðarnar.

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands
Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól.

Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur
Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins
5. desember er runninn upp og við fögnum því með fersku lagi úr Jóladagatali Vísis. Lag dagsins er sannarlega ekki af verri endanum. Að okkar mati er um að ræða fullkomið mánudagslag til að koma okkur í rétta gírinn og hrista af okkur mögulegt slen eftir helgina.

„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“
Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Vetrarnótt í einstökum flutningi Friðriks Ómars sem eldist ekki
Við höldum ótrauð áfram með jóladagatal Vísis. Það er komið að fyrsta, og líklega einu af fáum jólalögum í þessari seríu. Hér er okkar ástkæri Friðrik Ómar mættur í allri sinni dýrð með hið fallega lag, Vetrarnótt.

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný
Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur
Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns.

Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa
Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu
Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er Feiminn með Bríet. Söngkonan ástsæla tók lagið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben árið 2019.Bríet sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn en við flutningin naut hún dyggrar aðstoðar Sóla Hólms sem sýndi fádæma hljómborðsleik.

Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk
Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum.