Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Þorgerður Katrín utanríkisráðherra fjallar iðulega um ástand mála í Palestínu og Ísrael í fjölmiðlum. Þorgerður segir ýmislegt sem er gott og gilt um mikilvægi mannréttinda og alþjóðasamninga og gildi þeirra fyrir smáþjóð líkt og við Íslendingar erum. Skoðun 13.8.2025 14:31
Gagnslausa fólkið Á liðnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um sameiningar sveitarfélaga og það hagræði sem sameiningar gætu skapað. Alþingi samþykkti þannig fyrir nokkrum árum að stefnt skyldi að því að öll sveitarfélög hefðu með tíð og tíma yfir 1000 íbúa. Skoðun 13.8.2025 14:00
Tjáningarfrelsi Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðun 13.8.2025 13:30
Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Á næstu vikum rennur út lokafrestur sem ríki hafa til að uppfæra landsframlag sitt gagnvart Parísarsamningnum. Skoðun 13.8.2025 07:01
Gleði eða ógleði? Ég var staddur á Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag líkt og ég hef verið vel flestar Gleðigöngur undanfarin ár. Skoðun 12.8.2025 18:02
Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu. Skoðun 12.8.2025 14:01
Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Skoðun 12.8.2025 13:45
Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Síðastliðinn 6. ágúst voru 80 ár liðin frá hinni grimmilegu kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma sem fylgt var eftir með árás á Nagasakí þremur dögum síðar. Áttatíu ár frá atburðum er yfir hundrað þúsund saklausra borgara voru myrt í einni svipan í vítislogum tveggja kjarnorkuárása. Skoðun 12.8.2025 12:01
Er einhver hissa á fúskinu? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði upp með breyttar kraftmiklar áherslur í landspólitíkinni eftir kosningar í desember. Ljóst er að verkin hafa verið látin tala í mörgum málum, sem endurspeglast í skoðanakönnunum þar sem meiri hluti er ánægður með ríkisstjórnina. Skoðun 12.8.2025 11:32
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Skoðun 12.8.2025 11:00
Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Í fjölmiðlum á síðustu dögum hefur Arnar Ævarsson, fyrrverandi verkefnastjóri ytra mats hjá Reykjavíkurborg vakið athygli fyrir afar hörð ummæli um ástand mats á skólastarfi á Íslandi. Skoðun 12.8.2025 10:30
„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Skoðun 12.8.2025 10:01
Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Skoðun 12.8.2025 09:00
Nám í skugga óöryggis Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“ Skoðun 12.8.2025 08:02
Tæknin á ekki að nota okkur Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. Skoðun 12.8.2025 07:01
Ytra mat í skólum og hvað svo? Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Skoðun 11.8.2025 15:32
Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur. Skoðun 10.8.2025 17:01
Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Að vera fædd árið 1947, stuttu eftir að stríð seinni heimstyrjaldar enduðu. Svo að hafa séð mikið af efni um þau sem önnur stríð í sjónvarpinu hér í Ástralíu. Sögur sem voru nógu hræðilegar og sköpuðu mikið af djúpum langtíma sársauka í taugakerfum sem fræðingar staðfesta í dag, reynsla sem margar kynslóðir hafa orðið þolendur frá. Skoðun 11.8.2025 11:02
Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Skoðun 11.8.2025 10:30
Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Hamasliðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023, svívirtu þar og drápu saklausa borgara og numu fjölda á brott. Þennan óafsakanlega glæp má rekja til ofbeldis Ísraels gegn Palestínumönnum allt síðan Ísraelum var, eftir síðari heimsstyrjöld, afhent land sem rænt var frá Palestínumönnum. Skoðun 11.8.2025 10:01
Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. Skoðun 11.8.2025 09:31
Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Starfsfólk og forysta ÁTVR á þakkir skildar fyrir framúrskarandi lipra og góða þjónustu. Einnig fyrir að standa heil með forsendum þess að ríkið reki ÁTVR. Skoðun 11.8.2025 09:02
Þjóðarmorðið í Palestínu Palestínska ljóðskáldið Mosab Abu Toha hefur verið með ólíkindum duglegt að flytja okkur fréttir af stöðu mála í heimalandinu. Ódeigur með öllu lýsir hann þeim hryllingi sem fólk hans þarf að ganga í gegnum upp á hvern einasta dag. Skoðun 11.8.2025 08:30
Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Skoðun 11.8.2025 08:02