Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi um raforkuöryggi í Grósku sem hefst klukkan 9. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 21.11.2024 08:58
Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. Viðskipti innlent 20.11.2024 13:00
Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Sóltúni heilbrigðisþjónustu og Einar Örn Ævarsson sem framkvæmdastjóri Sólstaða ehf. Viðskipti innlent 20.11.2024 12:02
Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent 20.11.2024 08:53
Samtökin '78 selja slotið Samtökin '78 hafa sett bækistöðvar sínar að Suðurgötu 3 á sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Viðskipti innlent 19.11.2024 15:58
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. Viðskipti erlent 19.11.2024 14:15
Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Gluggarnir frá BYKO hafa verið leiðandi á markaði í 33 ár og hefur BYKO komið að mörgum stórum og flóknum verkefnum um allt land. Gluggarnir eru framleiddir til að þola íslenskt veðurfar auk þess að vera á mjög hagstæðu verði. Fyrir vikið standast þeir helstu kröfur HMS og byggingarreglugerðir ásamt kröfum viðskiptavinar um góða þjónustu og trausta vöru. Framleiðsla þeirra hófst hér á landi en hefur frá árinu 2002 að mestu leyti farið fram í gluggaverksmiðju BYKO í Lettlandi. Samstarf 19.11.2024 13:05
Allir spá lægri vöxtum Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Viðskipti innlent 19.11.2024 12:49
Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Viðskipti innlent 19.11.2024 11:50
Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Úrval á bókum í verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðum og völdum Krambúðum utan höfuðborgarsvæðisins) verður meira en nokkru sinni fyrr í aðdraganda jóla. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:42
Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Stólpi Gámar hefur ráðið Rúnar Höskuldsson sem nýjan framkvæmdastjóra sölusviðs fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:05
Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Starfshópur um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi mun halda kynningu á niðurstöðum sínum í dag klukkan 10:40. Viðskipti innlent 19.11.2024 10:01
Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Samorka stendur fyrir kosningafundi í Kaldalóni í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Grænt Ísland til framtíðar: Hver er leiðin áfram? Fundurinn hefst klukkan 9 og verður í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 19.11.2024 08:32
Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave. Neytendur 18.11.2024 16:38
EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. Neytendur 18.11.2024 15:54
Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Fimmtíu manns hefur verið sagt upp hjá Controlant og hefur Trausti Þórmundsson verið ráðinn forstjóri félagsins. Félagið verður því með tvo forstjóri en Trausti mun stýra félaginu ásamt Gísla Herjólfssyni, forstjóra og meðstofnanda. Viðskipti innlent 18.11.2024 13:34
Uppsagnir hjá Controlant Tugum starfsmanna hefur verið sagt upp hjá Controlant í morgun. Viðskipti innlent 18.11.2024 12:36
Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Guðmundur Reynaldsson verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun bera ábyrgð á hugverkum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18.11.2024 10:56
Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Íslenskur stjórnandi verklegra orkuframkvæmda á Grænlandi vonast til að Íslendingar hafi áhuga á taka þátt í þeim miklu virkjunarframkvæmdum sem framundan eru í landinu. Íslensk verktakafyrirtæki hafa til þessa reist fjórar af fimm vatnsaflsvirkjunum Grænlendinga. Viðskipti innlent 17.11.2024 23:00
„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. Atvinnulíf 16.11.2024 10:06
Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Samstarf 16.11.2024 00:32
Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Samstarf 15.11.2024 14:13
Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Miðeind, fyrirtæki sem starfar á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku, kynnti í dag nýja rafræna samheitaorðabók sem er öllum opin og aðgengileg á vefnum Samheiti.is. Viðskipti innlent 15.11.2024 13:03
Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta. Ástæðan er sögð batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hafi til þess að niðurdráttur hafi stöðvast tímabundið í öllum lónum. Viðskipti innlent 15.11.2024 11:00
Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 15.11.2024 10:57