Enski boltinn

Er þetta stoð­sending ársins?

Jacob Murphy skoraði eitt af fjórum mörkum Newcastle United í 4-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins stoðsendingin sem stal fyrirsögnunum en Alexander Isak lék þá á hvern leikmann Everton á fætur öðrum.

Enski boltinn

Skoruðu sigur­markið í hinum marg­fræga „Fergi­e-tíma“

Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma.

Enski boltinn

Æfur Moyes vill afsökunarbeiðni frá VAR

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var æfur eftir tapið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær og krafðist þess að fá afsökunarbeiðni frá dómarayfirvöldum vegna þess að Hamrarnir fengu ekki vítaspyrnu í leiknum.

Enski boltinn

Erling braut fjörutíu marka múrinn

Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að fjörutíu mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, það er með því að skora sjálfur eða leggja upp mark fyrir félaga sína.

Enski boltinn

Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik?

Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum.

Enski boltinn

Nagels­mann boðið að taka við Totten­ham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

Enski boltinn

„Vorum stað­ráðnir í að vinna þennan leik“

Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

Enski boltinn