Fótbolti Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Fótbolti 14.10.2024 19:51 Kristall Máni ekki meira með á þessu ári Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári. Fótbolti 14.10.2024 18:32 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. Fótbolti 14.10.2024 17:47 Byrjunarliðið gegn Tyrkjum: Hetjan Logi kemur inn og þrjár aðrar breytingar Åge Hareide gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Hetja leiksins gegn Wales, Logi Tómasson, er meðal þeirra sem kemur inn í byrjunarliðið. Fótbolti 14.10.2024 17:31 Arnór Sveinn hættir að spila og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks Löngum leikmannaferli Arnórs Sveins Aðalsteinsson lýkur í haust. Hann fer í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 14.10.2024 16:02 Åge bjartsýnn: „Verðum að stöðva Aktürkoglu“ Åge Hareide vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta nýti meðbyrinn frá því í seinni hálfleik gegn Wales í leiknum gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 14.10.2024 15:32 Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. Fótbolti 14.10.2024 14:20 Nígería ætlar að sniðganga leikinn gegn Líbíu William Troost-Ekong, fyrirliði nígeríska fótboltalandsliðsins, segir að það ætli að sniðganga leikinn gegn Líbíu vegna illrar meðferðar. Leikmenn Nígeríu hafa verið fastir á flugvelli í Líbíu í tæpan sólarhring. Fótbolti 14.10.2024 14:01 Stjóri Stuttgart hafnaði United Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart, var upp með sér yfir áhuga Manchester United en var ekki tilbúinn að taka við liðinu. Enski boltinn 14.10.2024 12:30 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. Fótbolti 14.10.2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. Fótbolti 14.10.2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Fótbolti 14.10.2024 10:31 Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Leikmenn nígeríska landsliðsins segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu í aðdraganda leiks liðanna í undankeppni Afríkukeppninnar í fótbolta. Fótbolti 14.10.2024 10:01 Áslaug Munda skoraði beint úr aukaspyrnu og lagði upp þrjú Íslendingaliðið Harvard var í miklu stuði í stórsigri liðsins í bandaríska háskólafótboltanum í gær og enginn lék betur en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Fótbolti 14.10.2024 09:32 Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Fótbolti 14.10.2024 08:33 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Fótbolti 14.10.2024 07:02 Dagskráin í dag: Ísland mætir vonandi Tyrkjum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld og freistar þess að halda áfram góðu gengi sinni í heimaleikjum gegn Tyrkjum. Leikurinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Fótbolti 14.10.2024 06:03 Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 23:02 Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Fótbolti 13.10.2024 22:17 Fóru illa með Haaland og félaga Mikil spenna er í riðli þrjú í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 risasigur Austurríkis gegn Noregi í kvöld, og 1-0 útisigur Slóveníu gegn Kasakstan. Fótbolti 13.10.2024 20:55 Heimir vill írskan Aron Einar Heimir Hallgrímsson hefur kallað eftir því að lærisveinar sínir í írska landsliðinu í fótbolta séu meiri stríðsmenn, og fái mótherjana til að hata að spila við Írland. Hann vilji karaktera eins og Aron Einar Gunnarsson. Fótbolti 13.10.2024 19:37 Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 18:30 Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi Írar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar þeir lögðu Finna að velli á fimmtudaginn en þeir urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn Grikkjum í Aþenu í kvöld, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 18:16 Landsliðsmaður Finna með sérstakt tattú af Rooney Finnski landsliðsmaðurinn Tobi Keskinen er ekki þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum. Hann komst hins vegar í fréttirnar á dögunum fyrir húðflúrið sem hann er með á höndinni. Fótbolti 13.10.2024 17:16 Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum hjá liði West Ham sem gerði jafntefli í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Enski boltinn 13.10.2024 16:02 KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Åge Hareide sagði á blaðamannafundi fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á morgun að KSÍ hefði rætt við Albert Guðmundsson um að koma til liðs við landsliðshópinn fyrir leikinn annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 15:32 Frábær aukaspyrna í sigri Englands á Finnum Englendingar svöruðu fyrir sig eftir tapið á heimavelli gegn Grikkjum á fimmtudag, með 3-1 útisigri gegn Finnum í Helsinki í dag, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 15:17 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 14:31 Saka hefði getað spilað gegn Finnum Stuðningsmenn Arsenal fengu eflaust aðeins fyrir hjartað þegar tilkynnt var að Bukayo Saka hefði yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Þeir geta nú andað léttar. Enski boltinn 13.10.2024 13:46 Ingibjörg og Hafrún léku báðar í grátlegu jafntefli Íslendingalið Bröndby gerði jafntefli við Fortuna Hjörring þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 13.10.2024 13:05 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 334 ›
Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Fótbolti 14.10.2024 19:51
Kristall Máni ekki meira með á þessu ári Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári. Fótbolti 14.10.2024 18:32
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. Fótbolti 14.10.2024 17:47
Byrjunarliðið gegn Tyrkjum: Hetjan Logi kemur inn og þrjár aðrar breytingar Åge Hareide gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Hetja leiksins gegn Wales, Logi Tómasson, er meðal þeirra sem kemur inn í byrjunarliðið. Fótbolti 14.10.2024 17:31
Arnór Sveinn hættir að spila og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks Löngum leikmannaferli Arnórs Sveins Aðalsteinsson lýkur í haust. Hann fer í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 14.10.2024 16:02
Åge bjartsýnn: „Verðum að stöðva Aktürkoglu“ Åge Hareide vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta nýti meðbyrinn frá því í seinni hálfleik gegn Wales í leiknum gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 14.10.2024 15:32
Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. Fótbolti 14.10.2024 14:20
Nígería ætlar að sniðganga leikinn gegn Líbíu William Troost-Ekong, fyrirliði nígeríska fótboltalandsliðsins, segir að það ætli að sniðganga leikinn gegn Líbíu vegna illrar meðferðar. Leikmenn Nígeríu hafa verið fastir á flugvelli í Líbíu í tæpan sólarhring. Fótbolti 14.10.2024 14:01
Stjóri Stuttgart hafnaði United Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart, var upp með sér yfir áhuga Manchester United en var ekki tilbúinn að taka við liðinu. Enski boltinn 14.10.2024 12:30
Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. Fótbolti 14.10.2024 11:33
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. Fótbolti 14.10.2024 10:56
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Fótbolti 14.10.2024 10:31
Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Leikmenn nígeríska landsliðsins segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu í aðdraganda leiks liðanna í undankeppni Afríkukeppninnar í fótbolta. Fótbolti 14.10.2024 10:01
Áslaug Munda skoraði beint úr aukaspyrnu og lagði upp þrjú Íslendingaliðið Harvard var í miklu stuði í stórsigri liðsins í bandaríska háskólafótboltanum í gær og enginn lék betur en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Fótbolti 14.10.2024 09:32
Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Fótbolti 14.10.2024 08:33
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Fótbolti 14.10.2024 07:02
Dagskráin í dag: Ísland mætir vonandi Tyrkjum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld og freistar þess að halda áfram góðu gengi sinni í heimaleikjum gegn Tyrkjum. Leikurinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Fótbolti 14.10.2024 06:03
Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 23:02
Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Fótbolti 13.10.2024 22:17
Fóru illa með Haaland og félaga Mikil spenna er í riðli þrjú í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 risasigur Austurríkis gegn Noregi í kvöld, og 1-0 útisigur Slóveníu gegn Kasakstan. Fótbolti 13.10.2024 20:55
Heimir vill írskan Aron Einar Heimir Hallgrímsson hefur kallað eftir því að lærisveinar sínir í írska landsliðinu í fótbolta séu meiri stríðsmenn, og fái mótherjana til að hata að spila við Írland. Hann vilji karaktera eins og Aron Einar Gunnarsson. Fótbolti 13.10.2024 19:37
Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 18:30
Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi Írar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar þeir lögðu Finna að velli á fimmtudaginn en þeir urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn Grikkjum í Aþenu í kvöld, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 18:16
Landsliðsmaður Finna með sérstakt tattú af Rooney Finnski landsliðsmaðurinn Tobi Keskinen er ekki þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum. Hann komst hins vegar í fréttirnar á dögunum fyrir húðflúrið sem hann er með á höndinni. Fótbolti 13.10.2024 17:16
Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum hjá liði West Ham sem gerði jafntefli í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Enski boltinn 13.10.2024 16:02
KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Åge Hareide sagði á blaðamannafundi fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á morgun að KSÍ hefði rætt við Albert Guðmundsson um að koma til liðs við landsliðshópinn fyrir leikinn annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 15:32
Frábær aukaspyrna í sigri Englands á Finnum Englendingar svöruðu fyrir sig eftir tapið á heimavelli gegn Grikkjum á fimmtudag, með 3-1 útisigri gegn Finnum í Helsinki í dag, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 13.10.2024 15:17
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld. Fótbolti 13.10.2024 14:31
Saka hefði getað spilað gegn Finnum Stuðningsmenn Arsenal fengu eflaust aðeins fyrir hjartað þegar tilkynnt var að Bukayo Saka hefði yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Þeir geta nú andað léttar. Enski boltinn 13.10.2024 13:46
Ingibjörg og Hafrún léku báðar í grátlegu jafntefli Íslendingalið Bröndby gerði jafntefli við Fortuna Hjörring þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 13.10.2024 13:05