Erlent Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Erlent 23.5.2023 19:16 Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann. Erlent 23.5.2023 17:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27 Reyna að bjarga Colorado-fljóti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Erlent 23.5.2023 14:01 Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 23.5.2023 12:54 Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Erlent 23.5.2023 11:31 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Erlent 23.5.2023 11:01 Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. Erlent 23.5.2023 10:11 Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. Erlent 23.5.2023 07:41 Ökumaður flutningabifreiðar handtekinn við Hvíta húsið Ökumaður flutningabifreiðar er í haldi lögreglu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, eftir að hann ók bíl sínum á öryggistálma við lóð Hvíta hússsins, bústað forsetans. Erlent 23.5.2023 07:12 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Erlent 22.5.2023 23:46 Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Erlent 22.5.2023 22:10 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Erlent 22.5.2023 13:59 Íslensk kona alvarlega særð eftir stunguárás í Lundi Íslensk kona um fimmtugt var flutt alvarlega særð á sjúkrahús eftir að hafa verið stungin með hníf á heimili í Lundi í suðurhluta Svíþjóðar á laugardag. Maður sem tengist konunni var handtekinn á hverfishátíð í grenndinni skömmu eftir árásina en sleppt í gærkvöldi. Hann er ekki lengur grunaður um árásina. Erlent 22.5.2023 13:32 Írar fyrstir til að krefjast viðvarana á áfengisumbúðir Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að skikka áfengisframleiðendur til að setja viðvörunarmerkingar á vörur sínar þar sem gert er grein fyrir áfengisinnihaldi, kaloríufjölda og áhrifum áfengisneyslu á aukna áhættu á krabbameinum og lifrarsjúkdómum. Erlent 22.5.2023 12:09 Náða blaðamanninn sem var tekinn úr Ryanair-vél Hvítrússnesk stjórnvöld náðuðu í dag Raman Pratasevitsj, blaða- og andófsmann, sem var handtekinn eftir að flugvél Ryanair sem hann ferðaðist í var neydd til að lenda í Minsk árið 2021. Pratasevitsj hafði verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis meint brot. Erlent 22.5.2023 12:02 BBC skipað að mæta fyrir yfirrétt á Indlandi vegna heimildarmyndar Yfirdómstóllinn í Delhi á Indlandi hefur fyrirskipað BBC að mæta fyrir dóm í meiðyrðamáli sem samtök höfðuðu á hendur breska ríkisútvarpinu vegna heimildarmyndar um framgöngu forsætisráðherrans Narendra Modi þega óeirðir brutust út í Gujarat árið 2002. Erlent 22.5.2023 10:14 Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Erlent 22.5.2023 09:16 Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13 Mitsotakis fagnaði sigri á Grikklandi en vill hreinan meirihluta Gríski stjórnarflokkurinn Nýtt lýðræði, sem er hægra megin við miðju á pólitíska litrófinu vann góðan sigur í þingkosningunum þar í landi um helgina. Erlent 22.5.2023 07:45 Lömuð sænsk kona föst á Bretlandseyjum vegna skrifræðis Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi. Erlent 22.5.2023 07:42 Instagram virðist virka á ný Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Erlent 21.5.2023 22:29 Bresk kona fannst látin á afskekktu svæði í Grikklandi Bresk kona, 74 ára gömul, fannst látin á afskekktu svæði á grísku eyjunni Telendos. Hún hafði verið í fríi með eiginmanni sínum en hvarf 30. apríl síðastliðinn. Fjölskyldan er í sárum. Erlent 21.5.2023 21:02 Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Erlent 21.5.2023 20:31 Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Erlent 21.5.2023 19:16 Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Erlent 21.5.2023 15:00 Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Erlent 21.5.2023 14:59 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. Erlent 21.5.2023 08:49 Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Erlent 21.5.2023 07:01 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. Erlent 20.5.2023 20:24 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Erlent 23.5.2023 19:16
Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann. Erlent 23.5.2023 17:06
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27
Reyna að bjarga Colorado-fljóti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Erlent 23.5.2023 14:01
Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 23.5.2023 12:54
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Erlent 23.5.2023 11:31
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Erlent 23.5.2023 11:01
Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. Erlent 23.5.2023 10:11
Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. Erlent 23.5.2023 07:41
Ökumaður flutningabifreiðar handtekinn við Hvíta húsið Ökumaður flutningabifreiðar er í haldi lögreglu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, eftir að hann ók bíl sínum á öryggistálma við lóð Hvíta hússsins, bústað forsetans. Erlent 23.5.2023 07:12
Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Erlent 22.5.2023 23:46
Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Erlent 22.5.2023 22:10
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Erlent 22.5.2023 13:59
Íslensk kona alvarlega særð eftir stunguárás í Lundi Íslensk kona um fimmtugt var flutt alvarlega særð á sjúkrahús eftir að hafa verið stungin með hníf á heimili í Lundi í suðurhluta Svíþjóðar á laugardag. Maður sem tengist konunni var handtekinn á hverfishátíð í grenndinni skömmu eftir árásina en sleppt í gærkvöldi. Hann er ekki lengur grunaður um árásina. Erlent 22.5.2023 13:32
Írar fyrstir til að krefjast viðvarana á áfengisumbúðir Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að skikka áfengisframleiðendur til að setja viðvörunarmerkingar á vörur sínar þar sem gert er grein fyrir áfengisinnihaldi, kaloríufjölda og áhrifum áfengisneyslu á aukna áhættu á krabbameinum og lifrarsjúkdómum. Erlent 22.5.2023 12:09
Náða blaðamanninn sem var tekinn úr Ryanair-vél Hvítrússnesk stjórnvöld náðuðu í dag Raman Pratasevitsj, blaða- og andófsmann, sem var handtekinn eftir að flugvél Ryanair sem hann ferðaðist í var neydd til að lenda í Minsk árið 2021. Pratasevitsj hafði verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis meint brot. Erlent 22.5.2023 12:02
BBC skipað að mæta fyrir yfirrétt á Indlandi vegna heimildarmyndar Yfirdómstóllinn í Delhi á Indlandi hefur fyrirskipað BBC að mæta fyrir dóm í meiðyrðamáli sem samtök höfðuðu á hendur breska ríkisútvarpinu vegna heimildarmyndar um framgöngu forsætisráðherrans Narendra Modi þega óeirðir brutust út í Gujarat árið 2002. Erlent 22.5.2023 10:14
Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Erlent 22.5.2023 09:16
Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13
Mitsotakis fagnaði sigri á Grikklandi en vill hreinan meirihluta Gríski stjórnarflokkurinn Nýtt lýðræði, sem er hægra megin við miðju á pólitíska litrófinu vann góðan sigur í þingkosningunum þar í landi um helgina. Erlent 22.5.2023 07:45
Lömuð sænsk kona föst á Bretlandseyjum vegna skrifræðis Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi. Erlent 22.5.2023 07:42
Instagram virðist virka á ný Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Erlent 21.5.2023 22:29
Bresk kona fannst látin á afskekktu svæði í Grikklandi Bresk kona, 74 ára gömul, fannst látin á afskekktu svæði á grísku eyjunni Telendos. Hún hafði verið í fríi með eiginmanni sínum en hvarf 30. apríl síðastliðinn. Fjölskyldan er í sárum. Erlent 21.5.2023 21:02
Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Erlent 21.5.2023 20:31
Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Erlent 21.5.2023 19:16
Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Erlent 21.5.2023 15:00
Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Erlent 21.5.2023 14:59
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. Erlent 21.5.2023 08:49
Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Erlent 21.5.2023 07:01
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. Erlent 20.5.2023 20:24