Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 15:38 Repúblikanar hafa aldrei lagt fram sannanir fyrir því að Joe Biden hafi hagnast persónulega á stöðu sinni sem opinber embættismaður. Engar sannanir eru lagðar fram um það í nýrri skýrslu repúblikana. AP/José Luis Magana Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot. Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03