Erlent Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Erlent 10.1.2024 22:25 Óöld í Ekvador Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Erlent 10.1.2024 12:37 Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. Erlent 10.1.2024 09:48 Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. Erlent 10.1.2024 06:57 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. Erlent 10.1.2024 06:43 Byssumenn réðust inn í beina útsendingu og hótuðu sprengjuárás Hópur manna vopnuðum skotvopnum brutust inn í sjónvarpssett hjá ekvadorska miðlinum TC í borginni Guayaquil fyrr í kvöld meðan á beinni útsendingu stóð. Erlent 9.1.2024 22:13 Boðar róttækar breytingar á lögum um þungunarrof í Færeyjum Jafnréttisráðherra Færeyja hefur lagt fram frumvarp sem heimilar þungunarrof til og með tólftu viku meðgöngu. Um er að ræða stóra breytingu en hingað til hefur þungunarrof verið svo gott sem ólöglegt í Færeyjum. Erlent 9.1.2024 18:04 Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið. Erlent 9.1.2024 16:34 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Erlent 9.1.2024 15:25 Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Erlent 9.1.2024 14:00 Verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Frakklands Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakklands og verður hann jafnframt sá yngsti til að gegna embættinu í sögunni. Hann hefur síðustu mánuði gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Macrons forseta. Erlent 9.1.2024 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við stjórnarmann hjá Dýraverndarsambandi Íslands sem segir lög um velferð dýra hafa verið gengisfelld í áliti Umboðsmanns Alþingis á dögunum. Erlent 9.1.2024 11:37 Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Erlent 9.1.2024 10:56 Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Erlent 9.1.2024 10:26 Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Erlent 9.1.2024 09:33 Banna ræktun og slátrun hunda til manneldis Ný lög hafa verið samþykkt í Suður-Kóreu sem miða að því að binda enda á slátrun og sölu hundakjöts. Markmiðið er að útrýma þeim sið að leggja sér kjötið til munns árið 2027. Erlent 9.1.2024 08:18 Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Erlent 9.1.2024 07:05 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. Erlent 8.1.2024 22:38 Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. Erlent 8.1.2024 19:14 Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Erlent 8.1.2024 16:57 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. Erlent 8.1.2024 15:41 Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Erlent 8.1.2024 11:53 Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. Erlent 8.1.2024 11:27 Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. Erlent 8.1.2024 10:21 Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. Erlent 8.1.2024 10:13 Upprættu ólöglegan útflutning eðla til Hong Kong Lögregluyfirvöld í Nýju Suður Wales hafa handtekið þrjá menn og eina konu í tengslum við ólöglegan útflutning á eðlum frá Ástralíu til Hong Kong. Lagt var hald á eðlur sem eru sagðar hafa verið 111 milljón króna virði. Erlent 8.1.2024 08:11 Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8.1.2024 07:02 Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41 Morrison harmi lostinn eftir að eiginkonan fannst látin Gill Catchpole, kaffihúsaeigandi og eiginkona enska tónlistarmannsins James Morrison, fannst látin á heimili þeirra í Gloucesterskíri á föstudag. Hún var aðeins 45 ára gömul að aldri. Erlent 8.1.2024 00:14 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Erlent 7.1.2024 19:03 « ‹ 96 97 98 99 100 101 102 103 104 … 334 ›
Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Erlent 10.1.2024 22:25
Óöld í Ekvador Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Erlent 10.1.2024 12:37
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. Erlent 10.1.2024 09:48
Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. Erlent 10.1.2024 06:57
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. Erlent 10.1.2024 06:43
Byssumenn réðust inn í beina útsendingu og hótuðu sprengjuárás Hópur manna vopnuðum skotvopnum brutust inn í sjónvarpssett hjá ekvadorska miðlinum TC í borginni Guayaquil fyrr í kvöld meðan á beinni útsendingu stóð. Erlent 9.1.2024 22:13
Boðar róttækar breytingar á lögum um þungunarrof í Færeyjum Jafnréttisráðherra Færeyja hefur lagt fram frumvarp sem heimilar þungunarrof til og með tólftu viku meðgöngu. Um er að ræða stóra breytingu en hingað til hefur þungunarrof verið svo gott sem ólöglegt í Færeyjum. Erlent 9.1.2024 18:04
Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið. Erlent 9.1.2024 16:34
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Erlent 9.1.2024 15:25
Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Erlent 9.1.2024 14:00
Verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Frakklands Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakklands og verður hann jafnframt sá yngsti til að gegna embættinu í sögunni. Hann hefur síðustu mánuði gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Macrons forseta. Erlent 9.1.2024 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við stjórnarmann hjá Dýraverndarsambandi Íslands sem segir lög um velferð dýra hafa verið gengisfelld í áliti Umboðsmanns Alþingis á dögunum. Erlent 9.1.2024 11:37
Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Erlent 9.1.2024 10:56
Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Erlent 9.1.2024 10:26
Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Erlent 9.1.2024 09:33
Banna ræktun og slátrun hunda til manneldis Ný lög hafa verið samþykkt í Suður-Kóreu sem miða að því að binda enda á slátrun og sölu hundakjöts. Markmiðið er að útrýma þeim sið að leggja sér kjötið til munns árið 2027. Erlent 9.1.2024 08:18
Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Erlent 9.1.2024 07:05
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. Erlent 8.1.2024 22:38
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. Erlent 8.1.2024 19:14
Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Erlent 8.1.2024 16:57
Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. Erlent 8.1.2024 15:41
Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Erlent 8.1.2024 11:53
Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. Erlent 8.1.2024 11:27
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. Erlent 8.1.2024 10:21
Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. Erlent 8.1.2024 10:13
Upprættu ólöglegan útflutning eðla til Hong Kong Lögregluyfirvöld í Nýju Suður Wales hafa handtekið þrjá menn og eina konu í tengslum við ólöglegan útflutning á eðlum frá Ástralíu til Hong Kong. Lagt var hald á eðlur sem eru sagðar hafa verið 111 milljón króna virði. Erlent 8.1.2024 08:11
Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8.1.2024 07:02
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. Erlent 8.1.2024 06:41
Morrison harmi lostinn eftir að eiginkonan fannst látin Gill Catchpole, kaffihúsaeigandi og eiginkona enska tónlistarmannsins James Morrison, fannst látin á heimili þeirra í Gloucesterskíri á föstudag. Hún var aðeins 45 ára gömul að aldri. Erlent 8.1.2024 00:14
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Erlent 7.1.2024 19:03
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent