Handbolti

Frábær sigur á Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann glæstan sigur á sterku liði Svía í dag er liðin mættust í Austurbergi. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna um helgina.

Handbolti

HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni

HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Handbolti

Akureyringar verða áfram í N1 deildinni

Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23

FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn.

Handbolti

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar.

Handbolti

Flensburg vann Ljónin hans Guðmundar

Flensburg-Handewitt kom í veg fyrir að Rhein-Neckar Löwen tækist að jafna Kiel að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Flensburg vann þá þriggja markaheimasigur á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen, 30-27. Kiel tapaði óvænt fyrir FA Göppingen fyrr í kvöld en Ljónunum mistókst að nýta sér það. Flensburg hefur nú unnið alla heimaleiki sína í vetur.

Handbolti

Óvænt tap Kiel í Göppingen

Göppingen vann sannfærandi fjögurra marka sigur á toppliði Kiel, 33-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Kiel sat í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og var búið að vinna fimm deildarleiki í röð.

Handbolti

Hrun hjá Guif og fjórða tapið í röð

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif töpuðu fjórða deildarleiknum í röð í kvöld þegar liðið lá á útivelli á móti HK Drott. Guif-liðið hefur hrunið alla leið niður í sjötta sæti deildarinnar en liðið var á toppnum í síðasta mánuði.

Handbolti

Ekkert hæft í orðróminum

Forráðamenn handknattleiksliðs Croatia Zagreb neita orðrómi þess efnis að búið sé að segja Slavko Goluza, þjálfara liðsins, upp störfum.

Handbolti

Einar inn fyrir Gústaf

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið.

Handbolti

Florentina kölluð inn í landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Handbolti

Romero fór á kostum gegn Atletico

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra.

Handbolti

Landslög hafa engin áhrif

Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.

Handbolti