Jól

Æðislegur fylltur lambahryggur

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur lét okkur í té þessa girnilegu uppskrift að jóla-lambahrygg en hann er borinn fram með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu.

Jól

Jólalögin komin í loftið á Létt Bylgjunni

Hlustendur Létt Bylgjunnar hafa einhverjir tekið eftir því að allt varð jólalegra í dag. Jólalögin fóru í spilun á útvarpsstöðinni á hádegi og eru spiluð í bland við önnur lög fram í desember.

Jól

Líta á jólagjöfina sem umbun

Samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi vilja flestir frekar fá jólagjöf frá vinnuveitanda sínum heldur en að hún fari til hjálparstarfa. Starfsmönnum þykir notalegt að fá góða jólagjöf.

Jól

Jólaleyndarmálið er rauðrófusulta

Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi gerir mjög góða rauðrófusultu fyrir hver jól og gefur vinum og ættingjum. Ragnhildur lærði uppskriftina þegar hún var au pair í Skotlandi og hún hefur fylgt henni alla tíð síðan eða í 40 ár.

Jól

Svona gerirðu servíettutré

Fallega brotin servíetta getur lyft veisluborðinu í nýjar hæðir. Nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur kenna okkur einfalt og jólalegt servíettubrot sem gaman er að skreyta jólaborðið með.

Jól

Með upplýsta Landakirkju á jólum

Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona tekur alltaf upp Landakirkju fyrir jólin sem faðir hennar, Ólafur Oddgeirsson, smíðaði. Ólafur gaf öllum sex börnum sínum kirkju. Systkinin ólust upp við sams konar kirkju á æskuheimilinu.

Jól

Fer í jólamessu hjá pabba

Anna Margrét Gunnarsdóttir gefur uppskrift að hnetusmjörskökum með tvisti og smákökum með súkkulaðibitum. Hún er mikið jólabarn og finnst desember besti tími ársins.

Jól

Allir hefðbundnir í jólatónlist

Matthías Már Magnússon hefur valið jólalögin á spilunarlista Rásar 2 undanfarin ár. Hann segir að Íslendingar vilji heyra íslenska jólatónlist en það þurfi að spila lögin á réttum tíma og í réttu magni.

Jól

Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu

Fyrir Hjalta Jón Sverrisson, nývígðan prest við Laugarneskirkju, snúast jólin um frið, von, samveru og kærleika, en líka súkkulaðimúsina hennar mömmu og NBA-körfubolta á jóladag.

Jól

Þægur drengur í jólagjöf

Vilhelm Anton Jónsson, eða Vísinda-Villi, nú eða Villi Naglbítur, segir undarlega upplifun að finna rjúpnalykt um páska. Hann fær svo matarmikinn grjónagraut á aðfangadag að hann þarf ekki meira fyrr en um áramót.

Jól

Humarsúpa með asísku tvisti

Í hádeginu á jóladag bjóða Rúnar Már Jónatansson og eiginkona hans, María Níelsdóttir, öllum afkomendum sínum í dýrindis súpur og hnallþórur.

Jól

Piparkökuboð á aðventunni

Þórunn Sigþórsdóttir heldur árlega aðventuboð þar sem yngstu gestirnir fá piparkökuhús til að skreyta af hjartans lyst. Það á vel við núna fyrir jólin því hún leikstýrir ævintýraóperunni Hans og Grétu þar sem piparkökuhús kemur við sögu.

Jól

Vinnur bug á jólastressi og kvíða

Sigríður A. Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari, hefur náð góðum tökum á jólakvíða með dáleiðslu. Hún segir marga glíma við jólakvíða vegna erfiðra minninga úr æsku.

Jól

Jólakótilettur úr sveitinni

Hulda Rós Ragnarsdóttir ólst upp í sveit og vandist því að fá kótilettur í raspi í matinn á aðfangadagskvöld. Á jóladag var farið í messu og á eftir var heitt kakó og kökur á borðum.

Jól

Endurnýtt á jólaborðið

Marga dreymir um að draga úr neysluhyggjunni um jólin. Ein leið er að kaupa notað jólaskraut og borðbúnað. Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl vinnur sem sjálfboðaliði á nytjamarkaði ABC barnahjálpar og lagði á borð með munum og skrauti úr versluninni til að gefa fólki hugmyndir.

Jól

Eins og gangandi diskókúla

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, stressar sig aldrei yfir því að kaupa sér nýjan jólakjól. Hún sækist eftir litríkum, glæstum og fágætum flíkum í verslunum sem selja notaðan fatnað og þar sem ágóðinn rennur til góðgerðarmála.

Jól

Dæturnar miðpunktur jólahaldsins

Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna.

Jól

Dásamlega góðir marengstoppar

Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.

Jól

Æðis­leg jóla­terta með rjóma­osta­kremi

Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild.

Jól

Bakað með konu jólasveinsins

Bakarinn og grunnskólakennarinn Sveindís Ólafsdóttir kennir ungmennum í Fellaskóla veislubakstur í aðdraganda jóla. Hún segir börnin stolt af því að geta boðið upp á eigið jólagóðgæti.

Jól

Súr­mjólkur­búðingur: Ó­vænt sæl­kera­tromp á jólum

Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn.

Jól

Jólatré úr gömlum herðatrjám

Sigurjón Már Svanbergsson hefur gaman af því að smíða og endurnýta. Hann fékk þá hugmynd að gera jólatré úr gömlum herðatrjám og varð útkoman betri en hann þorði að vona. Efniviðinn í tréð fékk hann ýmist gefins eða á nytjam

Jól