

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið.
Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á dögunum á Stöð 2.
Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.
Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina.
Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.
Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera.
Á fasteignavef Vísis var að koma á sölu níu herbergja einbýli. Húsið er skipt þannig upp að í því eru tvær smærri aukaíbúðir.
Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina.
John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina.
Justin Timberlake og Jessica Biel seldu þakíbúðina sína í New York á dögunum. Íbúðin er staðsett á Tribeca svæðinu sem er eftirsóttur staður á Manhattan svæðinu. Hjónin eiga líka eignir í Los Angeles, Montana og Tennessee.
Elma Björk Bjartmarsdóttir býr í Kópavoginum ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Sindri Sindrason leit við hjá henni í Heimsókn á Stöð 2 í gær.
Sigurjón Ernir Sturluson yfirþjálfari og eigandi Ultraform byrjaði ungur að stunda hlaup heima í sveitinni og fékk fljótt bakteríu fyrir utanvegahlaupum.
Jason Momoa og Lisa Bonet hafa sent frá sér tilkynningu um að þau hafi ákveðið að enda hjónaband sitt. Þau hafa verið gift í rúm fjögur ár en samband þeirra hófst árið 2005.
Megan Fox tilkynnti á Instagram í nótt að Machine Gun Kelly, sem heitir fullu nafni Colson Baker, hefði farið á skeljarnar og beðið hennar. Myndband af bónorðinu hefur vakið athygli en þá aðallega fyrir textann sem fylgdi því.
„Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar.
Theodor Francis Birgisson er klínískur félags- og fjölskylduráðgjafi og segir breytingarnar sem fylgja barneignum oft koma nýjum foreldrum á óvart. Hann kom í Bítið í morgun til þess að ræða breytingarnar sem sambandið og einstaklingarnir geta upplifað.
Architectural Digest fékk til sín á dögunum tvo ólíka hönnuði til þess að endurgera hina frægu Ikea Billy bókahillu á einum degi. Það voru hönnuðirnir Drew Scott frá Lone Fox miðlinum og Leonard Bessemer frá Objects for Objects sem tókust á við þessa áskorun.
Meðlimir FM95BLÖ og hlaðvarpsins BLÖkastsins eru nú lausir við Covid og er því loksins hægt að halda bingóútsendinguna þeirra sem átti að fara fram fyrir áramót. Jólabingóið er nú orðið að nýársbingói og fer fram á laugardagskvöldið næsta.
Simon Cowell trúlofaðist kærustunni sinni til margra ára, Lauren Silverman, í fjölskyldufríi á Barbados um jólin. Parið hittist í fyrsta skipti á eyjunni svo staðurinn á sérstakan stað í hjörtum þeirra.
Mikið hefur verið rætt um höfuðáverka íþróttafólks að undanförnu en nýlegar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að afleiðingar þeirra geta bæði verið meira langvarandi og mun alvarlegri en áður var talið.
Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York.
Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr á dögunum. Um er að ræða stóra könguló sem Lovato fékk sér á aðra hliðina á höfði sínu. Innblásturinn fékk hán frá persónunni ömmu könguló (e. Grandmother Spider) sem hán segir hafa kennt sér margt.
Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland.
Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pé hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í gegnum tíðina og fer hún yfir það í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu hvernig takast eigi á við gagnrýni. Linda hefur verið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir að hún ráðlagði hlustendum sínum hvernig missa mætti fjögur kíló á einum mánuði.
Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída.
Fjórði þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum.
Í gær fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 sem ber heitið Spegilmyndin og er í umsjón Marínar Möndu Magnúsdóttur.
Alma Björk Ástþórsdóttir hefur talað opinskátt um skóla án aðgreiningar og að þetta kerfi virki ekki fyrir börn með sérþarfir. Í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild segir Alma frá því að hún þurfti að flýja bæjarfélagið sitt til að fá betri þjónustu fyrir son sinn.
Hún var á síðum allra blaða fyrir rúmum áratug en hvarf svo úr sviðsljósinu. Nú var hún að fara af stað með glænýja þætti á Stöð 2 um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð.