Skoðun

Flaggskip með net í skrúfunni

Tómas Guðbjartsson skrifar

Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd.

Skoðun

Orku­skipti fyrir orku­skipti

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni.

Skoðun

For­réttinda­blind kirkja í bata

Sindri Geir Óskarsson skrifar

Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn.

Skoðun

„Sjálf­nærandi peninga­maskína“

Gunnar Karl Ólafsson skrifar

Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim.

Skoðun

Fé­lags­bú­staðir okra á fá­tækum

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum.

Skoðun

Knýja þarf orku­skiptin, en hvernig?

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól.

Skoðun

Viðbjóðslega þung lóð á vogarskálar kapítalistanna!

Signý Jóhannesdóttir skrifar

Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér.

Skoðun

Einelti eitthvað sem enginn á að þurfa að upplifa

Hannes Sigurbjörn Jónsson skrifar

Alþjóðlegur dagur gegn einelti var í gær 8. nóvember. Því miður þekki ég það allt of vel hvað einelti getur eyðilagt mikið fyrir einni persónu og fjölskyldunni en sonur minn varð fyrir ljótu einelti á aldrinum 11-15 ára.

Skoðun

Vágesturinn einelti

Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar.

Skoðun

Á­byrgð Ríkis­sjón­varpsins gagn­vart þol­endum of­beldis

Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa

„Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku.

Skoðun

Opin spurning til ríkis­stjórnarinnar: „Hafið þið hug­leitt það að byggja barna­fangelsi?“

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar abc fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla.

Skoðun

Núna er rétti tíminn til að breyta skólanum

Geir Finnsson skrifar

Ungmenni allra tíma eiga það sameiginlegt að koma með ferska sýn og gera nýjar kröfur til samfélagsins. Undir þetta geta flestir kennarar tekið. Nýjar kynslóðir alast upp við öðruvísi þekkingu og þarfir sem skólasamfélagið verður að mæta. Til þess þarf nýja kennslunálgun sem grípur nemendur og býr þá undir samfélagið sem bíður þeirra að námi loknu. Leiðin að því marki þarf hins vegar ekki að vera úr sjónmáli. Það er nefnilega hægt að innleiða vendinám.

Skoðun

Öflugt endur­greiðslu­kerfi tryggir sam­keppnis­for­skot kvik­mynda­gerðar á Ís­landi

Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar

Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Árs­velta iðnaðarins hefur þre­fald­ast á einum ára­tug, vel á þriðja þús­und manns starfa við kvik­mynda­gerð og fjöldi fyr­ir­tækja í grein­inni hefur tvö­fald­ast und­an­farin fimm ár.

Skoðun

Byrgjum ein­eltis­brunninn

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið.

Skoðun

Dóm­stóll tæki­færanna

Þórarinn Hjartarson skrifar

Það búa þrennskonar einstaklingar í íslensku samfélagi. Þeir sem eru okkur sammála, þeir sem eiga eftir að verða okkur sammála og þeir sem eru vondir. Markmið okkar eru svo göfug að tilgangurinn helgar meðalið, sama hvert það meðal er.

Skoðun

Fórnar­kostnaður verð­mæta­sköpunar

Nanna Hermannsdóttir og Isabel Alejandra Diaz skrifa

Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði.

Skoðun

Við­varandi neyðar­á­stand kemur ekki til greina

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.

Skoðun

Af á­byrgð stjórn­enda

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein.

Skoðun

Hin nýja inn­viða­skuld

Kristrún Frostadóttir skrifar

Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar.

Skoðun

Palestínsk kona í far­banni vegna for­ræðis­laga

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza.

Skoðun

Eitt „hæ“ getur skipt sköpum

Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa

Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum.

Skoðun

Hættum þessu rugli

Heimir Eyvindarson skrifar

Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar.

Skoðun

Dagbók frá Glasgow

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015.

Skoðun

Frelsi katta skiptir meira máli en frelsis­svipting barns

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hita­mál í þessari viku, annars vegar drottningar­við­talið í Kveik og hins vegar bann við lausa­göngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu.

Skoðun