Stjórnleysi 20. febrúar 2024 07:30 Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Ég hef hlustað á umræðuna og hún er erfið og flókin. Hún er erfið vegna þess að vandi flóttafólks og hælisleitenda snertir okkur öll, við finnum öll til samkenndar með fólki sem flýr heimkynni sín vegna stríðs. Við finnum öll til vanmáttar að geta ekki gert meira og myndir af hörmungum rífur úr manni hjartað. Umræðan er flókin vegna þess að pólitíkin hefur ekki náð að ramma inn málaflokkinn þannig að hægt sé að ræða hana á hinum pólitíska vettvangi. Þeir sem vilja ganga lengra en gert er í dag hafa ekki náð að sýna fram á hversu mörgum flóttamönnum sé æskilegt að taka á móti á hverju ári og hvernig móttakan eigi að vera. Einnig hefur umræðan ekki náð að komast á það stig þar sem kostnaðarhliðin er rædd. Þeir sem vilja loka á móttöku flóttafólks gera það ekki vegna ills innrætis, miklu frekar vegna þess stjórnleysis sem ríkir í málaflokknum hjá ríkisstjórninni, stjórnleysið skapar ótta. Ákvarðanir virðast handahófskenndar og undirbúningur hefur ekki verið góður. Í Hafnarfirði þar sem ég þekki vel til hefur pólitíkin búið til óþarfa vandamál í þessum málaflokki. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var á sínum tíma einhuga í því að standa sig vel í málefnum hælisleitenda og flóttafólks og kostaði miklu til. Sérhæft starfsfólk var ráðið og vandað var mjög til undirbúnings og verka. Samið var við ráðuneytið um samræmda móttöku 450 flóttamanna og 100 hælisleitenda. Allar áætlanir sem gerðar voru tóku mið af þessum fjölda. Hafnarfjarðarbær sýndi mikinn vilja og metnað í þessu máli. Það skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hingað leitar, sér í lagi þegar kemur að börnum. Reyndin varð sú að ráðherra og stofnanir ríkisins fóru á bak við stjórnvöld í Hafnarfirði og leigðu húsnæði fyrir ríflega 350 flóttamenn án samtal og samráðs. Þess vinnubrögð hafa sett gríðarlegan þrýsting á innviði bæjarins. Sem ábyrgt stjórnvald tókum við á móti fólkinu og komum börnum í skóla og veittum öllum félagslega þjónustu. Skárra væri það nú. En það er þessi flumbrugangur óstarfhæfrar ríkisstjórnar sem býr til vandann og ósættið. Vandinn er heimatilbúinn, ekki innfluttur. Hér í Hafnarfirði birtist vandinn í hnotskurn. Stefnulaus stjórnvöld þar sem vandanum og ábyrgðinni er velt yfir á þá sem ekki taka ákvarðanir í þessum málaflokki. Hér er ekkert samráð, samtal eða samvinna. Eitt veit ég þó með vissu að hjá starfsfólki bæjarins býr gríðarleg þekking og reynsla í þessum málaflokki sem nauðsynlegt er að virkja og nýta. Fjöldi hælisleitenda og flóttafólks hefur aukist það mikið á skömmum tíma að álagið á starfsfólk skóla og félagsþjónustunnar er komið að þolmörkum. Stór hluti vandans er veik samningsstaða sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Því miður hefur ríkið lagt allt of mikið álag á innviði þeirra sveitarfélaga sem viljug hafa verið að taka þátt í þessu verkefni. Skólar, félagsþjónustan og heilsugæslan eru þanin til hins ýtrasta í Hafnarfirði. Ég kalla eftir því að Alþingi rammi málaflokkinn inn, móti stefnu og láti fjármagn fylgja með ákvörðunum sínum. Auðvitað verða aldrei allir sáttir, en tungumál stjórnmálanna á að vera í formi stefnu og fjárveitingar. Á meðan málaflokkurinn er ekki rammaður inn er erfitt að takast á um það hvort við séum að gera of lítið eða of mikið, hvort við séum að gera hlutina vel eða illa. Við getum alltaf gert meira og við getum alltaf gert minna. Það er í sjálfu sér pólitísk ákvörðun sem þarf að byggja á nothæfri stefnu. Þangað til það gerist mun umræðan eiga sér stað á sitthvorum jaðri hins pólitíska litrófs, engum til heilla. Flóttafólkið er ekki vandamálið, stefnu- og úrræðalaus ríkisstjórn á flótta er vandamálið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar