Skoðun

10 ára Heil­brigðis­stofnun Suður­lands

Díana Óskarsdóttir skrifar

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins.

Skoðun

Jafn­launa­vottun verði val­kvæð en ekki skylda

Ólafur Stephensen skrifar

Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð.

Skoðun

Kennir bara meira!

Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar

Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú.

Skoðun

Það er kominn tími á upp­færslu á Ís­landi

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði.

Skoðun

Af hverju Píratar?

Daníel Þröstur Pálsson skrifar

Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar.

Skoðun

Kosningar og knatt­spyrna

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar

Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun.

Skoðun

Hvert er „út­lendinga­vanda­málið“?

Karen Kjartansdóttir skrifar

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu.

Skoðun

Út­lendingur eða inn­flytjandi?

Paola Cardeans skrifar

Þegar ég heyri orðið útlendingur fæ ég alltaf vonda tilfinningu. Fyrir mér vísar orðið „út-lendingur“ til einhvers sem tilheyrir ekki eða er ekki hluti af samfélaginu, en ekki til einstaklings af erlendu bergi brotinn sem er fullgildur meðlimur samfélagsins.

Skoðun

Sýnum kennurum virðingu

Angela Árnadóttir skrifar

Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni.

Skoðun

Mælum með

Hafþór Reynisson skrifar

Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga.

Skoðun

Heil­brigðis­kerfi okkar allra

Alma Möller skrifar

Öll höfum við persónulega reynslu af heilbrigðiskerfinu og við viljum að það virki vel þegar við þurfum á að halda, það veitir okkur öryggi.

Skoðun

Kjara­bar­átta kennara

Þormóður Logi Björnsson skrifar

Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði.

Skoðun

Al­gengt neyðar­til­felli

Marianne E. Klinke skrifar

Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma.

Skoðun

Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar

Anna Kristín Jensdóttir skrifar

Hvernig í veröldinni hefur Bjarni alltaf tíma til að baka kökur og Simmi að sitja með hrátt hakk í heiðinni, líkt og orðinn sjálfum sér nógur? Því þyrftu þeir að sækja í þann bragðbætta raunveruleika, að sjá þá fjórðu vakt foreldra fatlaðra barna, vaktina sem enginn fær greitt fyrir, en allir eru kallaðir til.

Skoðun

Förum var­lega með heita vatnið okkar

Stefnir Kristjánsson skrifar

Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það.

Skoðun

Ramm­ís­lenskt

Aðalsteinn Leifsson skrifar

Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum.

Skoðun

Föður­laus börn og fjölskyldusjúkdómurinn

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. 

Skoðun

Kennarar eru alltaf í fríi

Stein Olav Romslo skrifar

„Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði.

Skoðun

Við þurfum breytingar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við.

Skoðun

Hvers virði erum við?

Ágústa Árnadóttir skrifar

Eftir að hafa greint hvernig við, sem samfélag, erum föst í ofbeldissambandi við kerfið sem átti að þjóna okkur, verðum við að staldra við og spyrja:Hvers virði erum við í raun? Hvert sem við lítum, sjáum við birtingarmyndir þessa kerfis – ótímabær dauðsföll, morð, ofbeldi innan fjölskyldna.

Skoðun

Nei, ég er ekki hamstur á hjóli

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Ég er kennari. Ég vil fá laun sem samræmast háskólamenntun minni og þeirri viðbótarmenntun sem ég hef aflað mér. Mér finnst ósanngjarnt að fagmenntun mín og reynsla skili sér ekki í launaumslagið og hefur ekki gert þau þrjátíu ár sem ég hef starfað sem kennari.

Skoðun

Niður­skurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Al­þingi Ís­lendinga, með veru­legri fækkun á fjöldi Al­þingis­manna þar á ferð

Bakir Anwar Nassar skrifar

Kæri lesandi!? Í rauninni skiptir mér engu máli hvert þitt X endar inn í kjörklefa, en vinsamlegast hafðu í huga að velja ekki fáfræðinga sem þykjast vita hitt og þetta um alheiminn, en svo þegar þeir lenda upp við vegg, að þá er aðeins mjálmað út í loftið og kennt hinum og þessum um slysin með gamla góða vísifingrinum.

Skoðun

Að auka virði sitt

Hulda María Magnúsdóttir skrifar

Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti.

Skoðun

Fegurð landsins

Adeline Tracz skrifar

Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. 

Skoðun

Takk fyrir peninginn Inga Sæ­land

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Mig langar að þakka þér Inga Sæland fyrir þitt framlag, þinn mikla kraft og sterku réttlætiskennd að ná fram Jólabónus fyrir öryrkja og aldraða enn eitt árið. Og mér skilst að við fáum hann ekki seinna en 1. desember ef heimildir mínar eru réttar og verður hann í kringum 70 þúsund.

Skoðun

Sósíal­ismi, alþjóðasamvinna og blóm­leg við­skipti

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”.

Skoðun