Sport

Sparkað eftir skelfi­legt gengi

Southampton er búið að reka knattspyrnustjórann Russell Martin eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu til þessa. Southampton er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Barcelona á­fram í brasi

Slakt gengi Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn smáliði Leganes. Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum.

Fótbolti

Mikael og fé­lagar úr leik í bikarnum

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði liðs AGF sem tapaði 4-2 gegn Bröndby í danska bikarnum í dag. Þá var Sverrir Ingason í liði Panathinaikos sem er í toppbaráttu í Grikklandi.

Fótbolti

Þórir kvaddi norska liðið með Evrópu­titli

Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris.

Handbolti

Jólin verða rauð í Manchester­borg

Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

Ó­vænt hetja og Glódís við toppinn um jólin

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Potsdam í síðasta deildarleik sínum fyrir eins og hálfs mánaðar hlé í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Fótbolti

Cecilía neitar að fá á sig mörk á Ítalíu

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu enn einu sinni þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar.

Fótbolti

Úlfastjórinn rekinn

Knattspyrnustjórinn Gary O‘Neil hefur verið rekinn úr starfi hjá Wolves. Hann skilur við liðið í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sextán leiki.

Enski boltinn

Segist ekkert hafa rætt við Man. City

Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur.

Enski boltinn

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti