Viðskipti erlent

Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist.

Viðskipti erlent

Moody´s setur Grikkland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk.

Viðskipti erlent

Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu

Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár

Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár.

Viðskipti erlent

Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir

Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund.

Viðskipti erlent

Forstjóri Iceland: Eigendurnir láta okkur í friði

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann og aðrir stjórnarmenn Iceland eigi mjög góð samskipti við eigendur sína, það er skilanefnd Landsbankans. „Eigendurnir láta okkur algerlega í friði og það virkar mjög vel," segir Walker í samtali við blaðið Telegraph.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum.

Viðskipti erlent

Verða að hraða niðurskurði

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika.

Viðskipti erlent