Viðskipti erlent Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36 Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49 Töluvert dregur úr tapi Alcoa Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:19 Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:06 Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Viðskipti erlent 12.4.2010 00:01 Styrkir Grikkland og Evrópu George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að vegna samkomulags evruríkjanna vegna efnahagserfiðleika Grikklands komi landið sem og Evrópa til með að styrkjast. Grísk stjórnvöld glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Viðskipti erlent 11.4.2010 10:32 Lánshæfiseinkunn Grikklands lækkuð Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands. Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Einkunnin lækkar úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar. Viðskipti erlent 10.4.2010 10:27 BIS: Þjóðarskuldir eru komnar á suðupunktinn Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu. Viðskipti erlent 9.4.2010 14:27 Tony og Ridley Scott vilja annast rekstur MGM Bræðurnir Tony og Sir Ridley Scott hafa óvænt blandað sér í slaginn um kvikmyndaverið MGM sem er til sölu þessa dagana. Þeir bræður hafa lagt fyrir kröfuhafa MGM áætlun um endurskipulagningu kvikmyndaversins og hugmyndir sínar um rekstur þess. Viðskipti erlent 9.4.2010 08:55 Fjöldi nauðungaruppboða tvöfaldast í Danmörku Þessa dagana eru haldin meir en 500 nauðungaruppboða á fasteignum í Danmörku í hverjum mánuði og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á einu ári. Viðskipti erlent 9.4.2010 08:34 Sala á nýjum bílum eykst í Bretlandi Sala á nýjum bifreiðum í Bretlandi jókst um fjórðung í síðasta mánuði. Þetta þykir benda til þess að jafnvægi sé að komast á í hagkerfinu þar. Skráningar á nýjum bílum jukust um 26,6% og voru 397,383 bifreiðar skráðar. Viðskipti erlent 8.4.2010 20:50 Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði. Viðskipti erlent 8.4.2010 14:38 Trichet heldur stýrivöxtum ECB í 1% Eins og búist var við ákvað Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) að halda stýrivöxtunum á evrusvæðinu í 1%. Með þessu vonast Trichet til þess að pústa lífi í hagkerfi svæðisins. Viðskipti erlent 8.4.2010 12:51 OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær. Viðskipti erlent 8.4.2010 11:07 Gjaldþrota auðmannabanki átti aðeins 40 viðskiptavini Hinn gjaldþrota danski auðmannabanki (rigmandsbank) Capinordic Bank átti aðeins 35 til 40 viðskiptavini í Danmörku. Nær allir þessir viðskiptavinir tilheyrðu svokölluðum milljarðamæringaklúbb landsins en meðal þeirra voru Erik Damgaard, Aldo Petersen, Peter Forchammer og Ole Vagner. Viðskipti erlent 8.4.2010 10:32 Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. Viðskipti erlent 8.4.2010 09:14 BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2010 08:40 Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. Viðskipti erlent 7.4.2010 17:52 Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. Viðskipti erlent 7.4.2010 11:24 Grískur auður flýr sökkvandi skip Auðugir Grikkir og fyrirtæki þar í landi fluttu átta milljarða evra úr landi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.4.2010 08:00 Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt samantekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00 Andrés Önd ryður iPad-brautina „Andrés Önd er aðeins til á rafrænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfugeiranum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin. Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00 Talið að smásala í Bandaríkjunum hafi aukist um 10% Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 10% miðað við sama mánuð í fyrra, að talið er. Á fréttavef Bloomberg segir að rekja megi aukninguna til hlýs veðurs og að páskarnir hafi verið fyrr á þessu ári en í fyrra. Viðskipti erlent 6.4.2010 17:58 Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee. Viðskipti erlent 6.4.2010 10:02 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu. Viðskipti erlent 5.4.2010 16:44 Telja að 5 milljónir af iPad gætu selst Sérfræðingar á Wall Street lofsama markaðssetningu smátölvunnar IPad. Sumir þeirra telja að 5 milljónir eintaka gætu selst á fyrstu 12 mánuðunum. Viðskipti erlent 5.4.2010 14:14 Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið. Viðskipti erlent 5.4.2010 11:43 Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins. Viðskipti erlent 4.4.2010 20:14 Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun. Viðskipti erlent 4.4.2010 15:39 iPad rauk út á fyrsta söludegi Apple seldi allt að því tvöfalt fleiri iPad vasatölvur í Bandaríkjunum í gær, fyrsta daginn sem varan var seld, en áætlað hafði verið. Viðskipti erlent 4.4.2010 10:46 « ‹ 266 267 268 269 270 271 272 273 274 … 334 ›
Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36
Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49
Töluvert dregur úr tapi Alcoa Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:19
Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:06
Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Viðskipti erlent 12.4.2010 00:01
Styrkir Grikkland og Evrópu George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að vegna samkomulags evruríkjanna vegna efnahagserfiðleika Grikklands komi landið sem og Evrópa til með að styrkjast. Grísk stjórnvöld glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Viðskipti erlent 11.4.2010 10:32
Lánshæfiseinkunn Grikklands lækkuð Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands. Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Einkunnin lækkar úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar. Viðskipti erlent 10.4.2010 10:27
BIS: Þjóðarskuldir eru komnar á suðupunktinn Forráðmenn Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í Basel eru ekki að skafa af hlutunum. Þeir segja að þjóðarskuldir séu nú að skríða yfir hættumörkin hjá Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og flestum þjóðum í Vestur Evrópu. Afleiðingin gæti orðið skuldabréfakreppa í miðju alþjóðlega hagkerfinu. Viðskipti erlent 9.4.2010 14:27
Tony og Ridley Scott vilja annast rekstur MGM Bræðurnir Tony og Sir Ridley Scott hafa óvænt blandað sér í slaginn um kvikmyndaverið MGM sem er til sölu þessa dagana. Þeir bræður hafa lagt fyrir kröfuhafa MGM áætlun um endurskipulagningu kvikmyndaversins og hugmyndir sínar um rekstur þess. Viðskipti erlent 9.4.2010 08:55
Fjöldi nauðungaruppboða tvöfaldast í Danmörku Þessa dagana eru haldin meir en 500 nauðungaruppboða á fasteignum í Danmörku í hverjum mánuði og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á einu ári. Viðskipti erlent 9.4.2010 08:34
Sala á nýjum bílum eykst í Bretlandi Sala á nýjum bifreiðum í Bretlandi jókst um fjórðung í síðasta mánuði. Þetta þykir benda til þess að jafnvægi sé að komast á í hagkerfinu þar. Skráningar á nýjum bílum jukust um 26,6% og voru 397,383 bifreiðar skráðar. Viðskipti erlent 8.4.2010 20:50
Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði. Viðskipti erlent 8.4.2010 14:38
Trichet heldur stýrivöxtum ECB í 1% Eins og búist var við ákvað Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) að halda stýrivöxtunum á evrusvæðinu í 1%. Með þessu vonast Trichet til þess að pústa lífi í hagkerfi svæðisins. Viðskipti erlent 8.4.2010 12:51
OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær. Viðskipti erlent 8.4.2010 11:07
Gjaldþrota auðmannabanki átti aðeins 40 viðskiptavini Hinn gjaldþrota danski auðmannabanki (rigmandsbank) Capinordic Bank átti aðeins 35 til 40 viðskiptavini í Danmörku. Nær allir þessir viðskiptavinir tilheyrðu svokölluðum milljarðamæringaklúbb landsins en meðal þeirra voru Erik Damgaard, Aldo Petersen, Peter Forchammer og Ole Vagner. Viðskipti erlent 8.4.2010 10:32
Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. Viðskipti erlent 8.4.2010 09:14
BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2010 08:40
Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. Viðskipti erlent 7.4.2010 17:52
Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. Viðskipti erlent 7.4.2010 11:24
Grískur auður flýr sökkvandi skip Auðugir Grikkir og fyrirtæki þar í landi fluttu átta milljarða evra úr landi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.4.2010 08:00
Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt samantekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00
Andrés Önd ryður iPad-brautina „Andrés Önd er aðeins til á rafrænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfugeiranum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin. Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00
Talið að smásala í Bandaríkjunum hafi aukist um 10% Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 10% miðað við sama mánuð í fyrra, að talið er. Á fréttavef Bloomberg segir að rekja megi aukninguna til hlýs veðurs og að páskarnir hafi verið fyrr á þessu ári en í fyrra. Viðskipti erlent 6.4.2010 17:58
Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee. Viðskipti erlent 6.4.2010 10:02
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu. Viðskipti erlent 5.4.2010 16:44
Telja að 5 milljónir af iPad gætu selst Sérfræðingar á Wall Street lofsama markaðssetningu smátölvunnar IPad. Sumir þeirra telja að 5 milljónir eintaka gætu selst á fyrstu 12 mánuðunum. Viðskipti erlent 5.4.2010 14:14
Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið. Viðskipti erlent 5.4.2010 11:43
Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins. Viðskipti erlent 4.4.2010 20:14
Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun. Viðskipti erlent 4.4.2010 15:39
iPad rauk út á fyrsta söludegi Apple seldi allt að því tvöfalt fleiri iPad vasatölvur í Bandaríkjunum í gær, fyrsta daginn sem varan var seld, en áætlað hafði verið. Viðskipti erlent 4.4.2010 10:46