Hin raunverulega þjóðhátíð 18. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun