Á Ísland að ganga úr ESB? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. september 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun