Kærkomin búbót fyrir Háskólann 6. október 2004 00:01 Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira