Bjart yfir efnahagslífi Norðurland 18. nóvember 2004 00:01 Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér.
Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira