Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2004 00:01 Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána.
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar