Hálfgerður ósigur, segir Geir 26. janúar 2005 00:01 Það liggur við að manni finnist það vera hálfgerður ósigur að vinna ekki Kúveit stærra en þetta. Stemningin í liðinu olli mér vonbrigðum upp á framhaldið að gera. Ég hefði viljað sjá mun meira koma út úr þessum leik svo þetta yrði eins og góð æfing fyrir þessa tvo erfiðu leiki sem við eigum fyrir höndum, Alsír og Rússland, sem skipta okkur gríðarlegu máli. Leikurinn nýttist engan veginn sem slíkur og mér fannst þeir leikmenn, sem ekki hafa spilað mikið, ekki koma nógu vel stemmdir í leikinn. Svo var ýmislegt í uppstillingunni sem kom mér töluvert á óvart. Mér þótti hálfeinkennilegt að Birkir Ívar fengi ekki að byrja leikinn sem var búinn að sitja tvo leiki á bekk. Í staðinn kemur Hreiðar beint af pöllunum í byrjunarliðið. Það hefði verið eðlilegra að Birkir hefði byrjað leikinn. Þriðja leikinn í röð kemur hann inn á þegar eru 15-20 mínútur eftir. Ég hefði viljað sjá leikinn nýtast sérstaklega hvað varnarleikinn snertir því hann er búinn að vera viss höfuðverkur í þessari keppni. Útkoman úr þessum leik sýndi ekki mikil batamerki á honum, því miður. Það getur verið erfitt að bjarga því á einni nóttu en það sem vantar fyrst og fremst í varnarleikinn er skipulag og vinnureglur. Þetta er ekki til staðar sem gerir það að verkum að menn eru bara ekki nægilega klárir á því hvernig eiga að bregðast við því þegar ákveðnar stöður koma upp. Menn tóku þessum leik full kæruleysilega og mér finnst við ekki hafa efni á því. Oft var spilamennskan eins og menn hefðu engan áhuga á handbolta og það skil ég ekki sérstaklega þar sem mikið er um ferska og unga leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Það liggur við að manni finnist það vera hálfgerður ósigur að vinna ekki Kúveit stærra en þetta. Stemningin í liðinu olli mér vonbrigðum upp á framhaldið að gera. Ég hefði viljað sjá mun meira koma út úr þessum leik svo þetta yrði eins og góð æfing fyrir þessa tvo erfiðu leiki sem við eigum fyrir höndum, Alsír og Rússland, sem skipta okkur gríðarlegu máli. Leikurinn nýttist engan veginn sem slíkur og mér fannst þeir leikmenn, sem ekki hafa spilað mikið, ekki koma nógu vel stemmdir í leikinn. Svo var ýmislegt í uppstillingunni sem kom mér töluvert á óvart. Mér þótti hálfeinkennilegt að Birkir Ívar fengi ekki að byrja leikinn sem var búinn að sitja tvo leiki á bekk. Í staðinn kemur Hreiðar beint af pöllunum í byrjunarliðið. Það hefði verið eðlilegra að Birkir hefði byrjað leikinn. Þriðja leikinn í röð kemur hann inn á þegar eru 15-20 mínútur eftir. Ég hefði viljað sjá leikinn nýtast sérstaklega hvað varnarleikinn snertir því hann er búinn að vera viss höfuðverkur í þessari keppni. Útkoman úr þessum leik sýndi ekki mikil batamerki á honum, því miður. Það getur verið erfitt að bjarga því á einni nóttu en það sem vantar fyrst og fremst í varnarleikinn er skipulag og vinnureglur. Þetta er ekki til staðar sem gerir það að verkum að menn eru bara ekki nægilega klárir á því hvernig eiga að bregðast við því þegar ákveðnar stöður koma upp. Menn tóku þessum leik full kæruleysilega og mér finnst við ekki hafa efni á því. Oft var spilamennskan eins og menn hefðu engan áhuga á handbolta og það skil ég ekki sérstaklega þar sem mikið er um ferska og unga leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira