Dýrðarár bankanna 30. janúar 2005 00:01 Stærstu fjármálafyritækin geta glaðst yfir árangri síðasta árs. Hagnaður hefur aldrei verið meiri og reksturinn virðist í góðum gír. Samanlagður hagnaður fjögurra banka á síðasta ári var yfir 46 milljarðar króna. Mest kom á óvart uppgjör Landsbankans sem skilaði 12,7 milljarða hagnaði. Hagnaðurinn var töluvert umfram spár, en bankinn er ásamt Straumi með mestar eignir hlutfalllslega í hlutabréfum. Hlutabréf lækkuðu töluvert á síðasta fjórðungi og mega stjórnendur Straums og Landsbankans vel við una að ná rekstrarárangri fjórðungsins miðað við aðstæður á hlutabréfamarkaði. Sterkt fyrsta ár hjá Straumi Uppgjör Straums var undir spám greiningardeilda, en mikill vöxtur er í útlánum bankans sem ætti til framtíðar að gera tekjurnar jafnari og dreifa áhættu. Straumur hefur verið áberandi á innlendum hlutabréfamarkaði og oft á tíðum reynst vera töluvert hreyfiafl á markaðnum. Bankinn hefur að undanförnu tekið þátt í erlendum verkefnum og leiddi fjármögnun kaupa Íslendinga á Magasin du Nord. Straumur hagnaðist um 6,4 milljarða á fyrsta starfsári sínu sem banki. Verkefni bankans á árinu verður meðal annars að leysa úr stöðunni með eign sinni í Íslandsbanka. Eignin í Íslandsbanka dregst frá eigin fé bankans og miðað við mikinn vöxt í starfseminni getur eignarhluturinn þegar fram í sækir farið að standa vextinum fyrir þrifum. Fjármálaeftirlitið telur ekki standast til framtíðar að bankinn eigi bæði hlut í Íslandsbanka og Tryggingamiðstöðinni til lengri tíma. Straumur mun því í nánustu framtíð taka ákvarðanir um þessar eignir sem munu efalítið valda einhverjum titringi þegar lagt verður í hann. Uppgjör Landsbankans kom þægilega á óvart Landsbankinn er einnig í örum vexti og hefur enn sem komið er ekki ráðist í kaup á erlendum banka, en flestir búast við því að skammt sé í fréttir af útrás bankans. Uppgjör bankans er geysigott og arðsemi eiginfjár er um 50 prósent. Margir hafa óttast vaxtaverki af stækkun bankans, en uppgjör síðasta árs bendir til þess að reksturinn fylgi vextinum. Bankinn hefur aukið útlán sín verulega og framtíðin ein getur sagt til um hversu góð lánin eru. Uppgjör bankans kom markaðnum þægilega á óvart og hækkaði gengi bankans við birtingu. Bankinn hafði auk þess hækkað nokkuð dagana fyrir uppgjörið. Traustar undirstöður í KB og Íslandsbanka Afkoma Íslandsbanka og KB banka einkenndist af sterkum undirstöðum. Íslandsbanki á orðið nokkuð langa samfellda sögu góðs rekstrarárangurs og árið í fyrra var engin undantekning. Bankinn skilaði 11,4 milljarða hagnaði, en starfsemi Sjóvár Almennra dró afkomuna niður á fjórða ársfjórðungi. KB banki hagnaðist um 15,8 milljarða sem er Íslandsmet í hagnaði. Sama má segja um uppgjör KB banka og Íslandsbanka að undirstöðurnar eru mjög traustar. Báðir þessir bankar eru með mjög hátt eigið fé. Íslandsbanki mun nota það til að borga fyrir BN bank í Noregi og KB banki er líklegur til þess að kaupa Singer and Friedlander í London, auk þess sem bankinn hyggst byggja upp starfsemi sína í Finnlandi og Noregi þegar tækifæri gefast. Stöðugleikinn í rekstri Íslandsbanka og KB banka gefur fyrirheit um að áframhald verði á góðum hagnaði í ár. Hagnaður KB banka ætti að verða meiri í ár en í fyrra ef tekið er mið af kröfu bankans sjálfs um arðsemi eigin fjár. Sama gildir um Íslandsbanka. Tilkoma BN bank í bækur bankans um mitt þetta ár ættu að geta skilað bankanum áframhaldandi góðum hagnaði. Framhaldið hjá Landsbankanum ræðst af því hvort innri vöxturinn heldur áfram af sama krafti og verið hefur og hvort ráðist verði í erlend kaup. Draga kann til tíðinda í því á næstunni. Gott framhald hjá Straumi ræðst annars vegar af uppbyggingu lánastarfseminnar sem hefur vaxið að undanförnu, svo og af því hvernig greitt verður úr flækjunni varðandi eignarhald TM og Íslandsbanka. Annaðhvort mun Straumur taka þátt í orrustu um yfirráð Landsbankans í Íslandsbanka eða að leitað verði kaupanda að kjölfestuhlutnum í bankanum. Horfur í ár bjartar Horfurnar hjá bönkunum eru almennt góðar fyrir þetta ár. Mikill kraftur og metnaður einkennir rekstur þeirra allra. Efnahagshorfur eru góðar, þótt varla verði hægt að búast við viðlíka ytri skilyrðum og voru á síðasta ári. Uppgjör bankanna eru það góð að menn eiga erfitt með að hallmæla árangri keppinautanna. Viðhorfið er: "Þetta er fínt hjá þeim - en við erum bestir." Afkoma bankanna árið 2004 [allar tölur í milljörðum króna]HagnaðurBreyting frá 2003Arðsemi eigin fjárEiginfjárhlutfallEignir í lok ársMarkaðsverðmæti [*]KB banki15,8110%22,6%14,2%1.534329Íslandsbanki11,496%40,0%12,6%675150Landsbankinn12,7330%50,1%10,4%730113Straumur6,4%68%34,5%15,5%9055 *Markaðsverðmæti við lokun markaðar á föstudag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Stærstu fjármálafyritækin geta glaðst yfir árangri síðasta árs. Hagnaður hefur aldrei verið meiri og reksturinn virðist í góðum gír. Samanlagður hagnaður fjögurra banka á síðasta ári var yfir 46 milljarðar króna. Mest kom á óvart uppgjör Landsbankans sem skilaði 12,7 milljarða hagnaði. Hagnaðurinn var töluvert umfram spár, en bankinn er ásamt Straumi með mestar eignir hlutfalllslega í hlutabréfum. Hlutabréf lækkuðu töluvert á síðasta fjórðungi og mega stjórnendur Straums og Landsbankans vel við una að ná rekstrarárangri fjórðungsins miðað við aðstæður á hlutabréfamarkaði. Sterkt fyrsta ár hjá Straumi Uppgjör Straums var undir spám greiningardeilda, en mikill vöxtur er í útlánum bankans sem ætti til framtíðar að gera tekjurnar jafnari og dreifa áhættu. Straumur hefur verið áberandi á innlendum hlutabréfamarkaði og oft á tíðum reynst vera töluvert hreyfiafl á markaðnum. Bankinn hefur að undanförnu tekið þátt í erlendum verkefnum og leiddi fjármögnun kaupa Íslendinga á Magasin du Nord. Straumur hagnaðist um 6,4 milljarða á fyrsta starfsári sínu sem banki. Verkefni bankans á árinu verður meðal annars að leysa úr stöðunni með eign sinni í Íslandsbanka. Eignin í Íslandsbanka dregst frá eigin fé bankans og miðað við mikinn vöxt í starfseminni getur eignarhluturinn þegar fram í sækir farið að standa vextinum fyrir þrifum. Fjármálaeftirlitið telur ekki standast til framtíðar að bankinn eigi bæði hlut í Íslandsbanka og Tryggingamiðstöðinni til lengri tíma. Straumur mun því í nánustu framtíð taka ákvarðanir um þessar eignir sem munu efalítið valda einhverjum titringi þegar lagt verður í hann. Uppgjör Landsbankans kom þægilega á óvart Landsbankinn er einnig í örum vexti og hefur enn sem komið er ekki ráðist í kaup á erlendum banka, en flestir búast við því að skammt sé í fréttir af útrás bankans. Uppgjör bankans er geysigott og arðsemi eiginfjár er um 50 prósent. Margir hafa óttast vaxtaverki af stækkun bankans, en uppgjör síðasta árs bendir til þess að reksturinn fylgi vextinum. Bankinn hefur aukið útlán sín verulega og framtíðin ein getur sagt til um hversu góð lánin eru. Uppgjör bankans kom markaðnum þægilega á óvart og hækkaði gengi bankans við birtingu. Bankinn hafði auk þess hækkað nokkuð dagana fyrir uppgjörið. Traustar undirstöður í KB og Íslandsbanka Afkoma Íslandsbanka og KB banka einkenndist af sterkum undirstöðum. Íslandsbanki á orðið nokkuð langa samfellda sögu góðs rekstrarárangurs og árið í fyrra var engin undantekning. Bankinn skilaði 11,4 milljarða hagnaði, en starfsemi Sjóvár Almennra dró afkomuna niður á fjórða ársfjórðungi. KB banki hagnaðist um 15,8 milljarða sem er Íslandsmet í hagnaði. Sama má segja um uppgjör KB banka og Íslandsbanka að undirstöðurnar eru mjög traustar. Báðir þessir bankar eru með mjög hátt eigið fé. Íslandsbanki mun nota það til að borga fyrir BN bank í Noregi og KB banki er líklegur til þess að kaupa Singer and Friedlander í London, auk þess sem bankinn hyggst byggja upp starfsemi sína í Finnlandi og Noregi þegar tækifæri gefast. Stöðugleikinn í rekstri Íslandsbanka og KB banka gefur fyrirheit um að áframhald verði á góðum hagnaði í ár. Hagnaður KB banka ætti að verða meiri í ár en í fyrra ef tekið er mið af kröfu bankans sjálfs um arðsemi eigin fjár. Sama gildir um Íslandsbanka. Tilkoma BN bank í bækur bankans um mitt þetta ár ættu að geta skilað bankanum áframhaldandi góðum hagnaði. Framhaldið hjá Landsbankanum ræðst af því hvort innri vöxturinn heldur áfram af sama krafti og verið hefur og hvort ráðist verði í erlend kaup. Draga kann til tíðinda í því á næstunni. Gott framhald hjá Straumi ræðst annars vegar af uppbyggingu lánastarfseminnar sem hefur vaxið að undanförnu, svo og af því hvernig greitt verður úr flækjunni varðandi eignarhald TM og Íslandsbanka. Annaðhvort mun Straumur taka þátt í orrustu um yfirráð Landsbankans í Íslandsbanka eða að leitað verði kaupanda að kjölfestuhlutnum í bankanum. Horfur í ár bjartar Horfurnar hjá bönkunum eru almennt góðar fyrir þetta ár. Mikill kraftur og metnaður einkennir rekstur þeirra allra. Efnahagshorfur eru góðar, þótt varla verði hægt að búast við viðlíka ytri skilyrðum og voru á síðasta ári. Uppgjör bankanna eru það góð að menn eiga erfitt með að hallmæla árangri keppinautanna. Viðhorfið er: "Þetta er fínt hjá þeim - en við erum bestir." Afkoma bankanna árið 2004 [allar tölur í milljörðum króna]HagnaðurBreyting frá 2003Arðsemi eigin fjárEiginfjárhlutfallEignir í lok ársMarkaðsverðmæti [*]KB banki15,8110%22,6%14,2%1.534329Íslandsbanki11,496%40,0%12,6%675150Landsbankinn12,7330%50,1%10,4%730113Straumur6,4%68%34,5%15,5%9055 *Markaðsverðmæti við lokun markaðar á föstudag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira