Aganefndin haldi trúverðugleika 17. febrúar 2005 00:01 Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur. "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl. Fréttablaðið hafði samband við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ og spurði hann hvort aganefndin hefði einhvern snefil af trúverðugleika eftir játningar Karls um að dómarinn hefði verið of vægur. "Ég vona að aganefndin haldi trúverðugleika sínum. Hingað til hefur aganefndin frekar verið gagnrýnt fyrir of mikla hörku í dómum sínum þannig að það kveður við nýjan tón. Það er hins vegar klárt mál að það er vandamál á ferðinni þegar aganefndin treystir sér ekki til að dæma mann í lengra bann vegna laganna þótt hún telji að hann eigi það skilið. Það er verkefni aganefndar að bregðast við því, skila tillögum fyrir ársþingið sem er í mars og fá breytingar samþykktar til að hægt sé að dæma menn í það bann sem þeir eiga skilið," sagði Einar. Einar sagðist aðspurður bera fullt traust til meðlima aganefndar þrátt fyrir mistökin. "Ég hef treyst þessum mönnum hingað til og geri það enn. Það er reyndar ekki í mínum verkahring að fjalla um nefndina og ég geri ráð fyrir að þeirra störf verði lögð fyrir ársþingið," sagði Einar sem sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af þessum fjölmiðlasirkus eins og hann kallaði það í kringum mál Rolands Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira