Landsvirkjun verður hlutafélag 17. febrúar 2005 00:01 Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira