Actavis hagnast um 5 milljarða 21. febrúar 2005 00:01 Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna. Rekstrartekjur Actavis-samstæðunnar jukust um 43 prósent á milli áranna 2003 og 2004. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, er vöxtur félagsins meiri en nánast allra annarra félaga sem eru í sambærilegum rekstri á alþjóðlegum markaði. Áfram má gera ráð fyrir vexti í starfsemi Actavis og er meðal annars horft til Bandaríkjamarkaðs, sem er stærsti lyfjamarkaður heims. "Við höfum varið töluverðum tíma í að skoða Bandaríkin og viljum fara að sjá tekjur af okkar eigin lyfjum á þeim markaði árið 2006," segir Róbert. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að framlegðin af rektrinum (EBITDA-framlegð) sé töluvert lægri en spáð hafi verið. Hún segir að þetta megi meðal annars skýra með því að vöxtur í sölu lyfja undir vörumerki Actavis hafi verið meiri en hún hafði gert ráð fyrir en vöxturinn í sölu til þriðja aðila hafi verið minni. Með sölu til þriðja aðila er átt við að Actavis framleiðir lyf sem seld eru undir merkjum annarra fyrirtækja. Framlegðin af þeirri starfsemi er hærri en af sölu undir eigin merkjum. Guðmunda segir einnig að kostnaður við sölu- og markaðsstarf hjá fyrirtækinu hafi vaxið hraðar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Róbert segir að framlegðin af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi sé lægri en ella sökum þess að þá hafi fallið til nokkrir óreglulegir gjaldaliðir. Annars vegar hafi þurft að afskrifa mikið magn birgða í Danmörku og hins vegar hafi fallið til kostnaður vegna breytinga á afsláttarkerfum í lyfsölu í Tyrklandi. "Markaðskostnaður er að fara töluvert upp á milli ára út af Tyrklandi. Við settum einnig mikið i markaðssetingu í markaðssetning í Rússlandi þar sem við erum að auglýsa mikið í sjónvarpi," segir Róbert.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira