Einar og Birkir sáu um Pólverja 25. mars 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék á alls oddi í sínum fyrsta heimaleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar þegar það mætti Pólverjum í vináttulandsleik í gær. Fyrstu mínútur leiksins lofuðu ekkert sérstaklega góðu en svo datt íslenska liðið í gírinn svo um munaði. Það skildi Pólverja fljótlega eftir í rykinu og leit aldrei til baka. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með sex mörkum, 20-14, og pólska liðið komst aldrei nálægt því íslenska í síðari hálfleik. Sigurinn var mun öruggari en búast mátti við í fyrstu en Pólverjar munu eflaust bíta betur frá sér í dag. Liðsheild íslenska liðsins var frábær en tveir menn stóðu engu að síður upp úr. Þeir heita Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson. Einar skoraði 12 stórkostleg mörk úr 16 skottilraunum og Birkir Ívar varði hátt í 30 skot og mörg hver úr dauðafærum. Margir biðu spenntir eftir að sjá Jaliesky Garcia Padron en hann snéri aftur eftir hasarinn fyrir HM og hann sýndi að liðið getur vel notað hann í vörninni þótt skotnýtingin sé sjaldnast góð en hann klúðraði fjórum fyrstu skotum sínum að þessu sinni. Hinn umdeildi framliggjandi varnarleikur liðsins lofaði ekki góðu framan af en hann small saman fljótlega í fyrri hálfleik og varnarleikurinn sem liðið spilaði í þessum leik var sá besti undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Mótherjinn skoraði engu að síður yfir 30 mörk en það breytti engu að þessu sinni. Það var boðið upp á flugeldasýningu í sókninni þar sem Einar Hólmgeirsson skaut upp tívolíbombunum en hann sá til þess að enginn saknaði Ólafs Stefánssonar í gær. "Ég vil nú ekki meina að ég sé í neitt sérstöku formi enda er ég alveg búinn á því," sagði Einar hógvær í leikslok. "Ég hef lítið æft síðustu vikur vegna meiðsla og það er flott að koma heim og spila sig í form. Ég sætti mig alveg við þessi tólf mörk í dag," sagði Einar og hló. Það var einnig gaman að fylgjast með Snorra Steini Guðjónssyni í leiknum en hann minnti rækilega á sig eftir að hafa komið inn úr kuldanum og Alexander Peterson var einnig drjúgur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira