Páskafrí grunnskólanna ekki stytt 26. mars 2005 00:01 Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Í kjölfar kennaraverkfallsins í vetur var rætt um nauðsyn þess að bæta nemendum upp þær kennslustundir sem töpuðust. Með það að markmiði fengu skólarnir í Reykjavík til dæmis 50 milljónir króna til að endurskipuleggja starfið. Skólunum var í sjálfsvald sett hvernig staðið yrði að málum. Aðaláherslan hefur verið lögð á níundu og tíundu bekkinga og víða hefur verið boðið upp á aukatíma á laugardögum og á kvöldin. Aðrir skólar hafa einfaldlega reynt að fara hraðar yfir námsefnið. Meirihluti kennara og nemenda munu þó alfarið hafa sett sig á móti því að tekið væri af páskafríi barnanna sem hófst síðasta föstudag. Þau rök sem bárust formanni Fræðsluráðs voru meðal annars þau að ekki mætti eyðileggja dýrmætar fjölskyldustundir. Reyndar vilja sumir foreldrar alls ekki að börnin sæki þá aukatíma sem í boði eru því það komi út sem refsing fyrir börnin að vera í skóla á meðan aðrir eiga frí. Og nemendur sjálfir ráða því hvort þeir mæti yfir höfuð í þá. Hér er aðeins verið að tala um nemendur í efstu bekkjunum. Þeim yngri býðst ekki slíkur uppbótatími. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, segist þó vona að skólarnir muni koma til móts við þá, jafnvel á komandi árum. Aðspurð hvort það skipti engu máli þótt börn tapi 7-8 vikum úr kennslu á hverjum vetri segir hún að að sjálfsögðu ætti það að skipta máli. Hún kveðst trúa því að svo sé og einnig að átak sé í gangi í skólunum, þótt lítið fari kannski fyrir því.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira