Enginn R-listi án samstarfsflokka 22. júlí 2005 00:01 Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar