Hver togaði í spotta? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. september 2005 00:01 Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar