Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans.
Fólk getur valið úr átta nöfnum en þau eru: Fjarðarskóli, Flæðaskóli, Grunnskóli Ólafsfjarðar, Grunnskólinn Ólafsfirði, Hornaskóli, Múlaskóli, Tjarnarskóli og Tröllaskóli.