Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna 22. júlí 2006 05:00 Ungt par sefur vært Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. MYND/NordicPhotos/Getty Images Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn. Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn.
Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira