Rússarnir koma! 23. júlí 2006 06:15 Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit. Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit.
Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira