Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn 25. júlí 2006 07:30 Guðjón Hjörleifsson Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það. Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það.
Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent