Féll marga metra af gaffli lyftara og lést 26. júlí 2006 07:00 Hellisheiðarvirkjun Mennirnir eru starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, og þegar slysið varð voru þeir við vinnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur. Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur.
Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira