Þetta er ekki málefni Fram 13. september 2006 00:01 Hjálmar Vilhjálmsson, varaformaður handknattleiksdeildar Fram, hefur enn ekki tjáð sig um ásakanir Geirs Sveinssonar í sinn garð. Hann sést hér í leik með Fram gegn Val fyrir tveim árum síðan. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Notandi að nafni Rieg á spjallsíðu Vals var rakinn inn í fyrirtæki Hjálmars en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Hjálmar vera eina manninn í fyrirtækinu í fyrirtækinu sem hafi áhuga og vit á handbolta. Geir heldur því fram að Hjálmar hafi játað fyrir sér verknaðinn þegar hann gekk á hann með málið. Hjálmar vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið en sagði sögu Geirs ósanna. Fréttablaðið setti sig í samband við formann Fram, Guðmund B. Ólafsson, en Geir gekk á hans fund á sínum tíma og fór fram á afsökunarbeiðni frá Hjálmari fyrir sig og Val. "Geir Sveinsson talaði við mig en í sjálfu sér kom ekkert út úr því. Ég sagði við hann að ef þetta væri rétt þætti mér það mjög leitt fyrir hönd félagsins," sagði Guðmundur, sem talaði við Hjálmar í kjölfarið. "Við ræddum saman og það samtal er á milli okkar. Annars er verið að bera sakir á Hjálmar og þetta kemur í sjálfu sér Fram ekkert við. Ég hef engar sannanir um eitt eða neitt og Hjálmar verður að svara því til sjálfur hvort þessar ásakanir séu sannar." xx xx xx Guðmundur segir að honum finnist ekki eðlilegt að menn séu að tjá sig á öðrum spjallsíðum, en þeir sem það geri verði að standi fyrir sínu sjálfir. "Aðalstjórn félagsins mun ekkert gera í þessu máli en handknattleiksdeildin hlýtur að ræða þetta á sínum fundi þar sem um er að ræða varaformann deildarinnar. Annars er þetta ekki málefni Fram. Ef Hjálmar er að skrifa það sem hann er sakaður um þá er hann að skrifa það persónulega og ekki fyrir hönd félagsins á neinn hátt. Þannig að þetta er í sjálfu sér Fram óviðkomandi," sagði Guðmundur. Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. "Ég vísa þessu máli bara á Hjálmar enda hef ég ekkert kynnt mér það. Hjálmar hlýtur að geta svarað fyrir sig," sagði Kjartan, en eftir að blaðamaður hafði kynnt málið fyrir Kjartani sagði hann: "Mér finnst þetta ekki stórar ásakanir og málið ekki stórt. Þetta er alfarið mál Hjálmars og þú verður að tala við hann." henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Notandi að nafni Rieg á spjallsíðu Vals var rakinn inn í fyrirtæki Hjálmars en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Hjálmar vera eina manninn í fyrirtækinu í fyrirtækinu sem hafi áhuga og vit á handbolta. Geir heldur því fram að Hjálmar hafi játað fyrir sér verknaðinn þegar hann gekk á hann með málið. Hjálmar vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið en sagði sögu Geirs ósanna. Fréttablaðið setti sig í samband við formann Fram, Guðmund B. Ólafsson, en Geir gekk á hans fund á sínum tíma og fór fram á afsökunarbeiðni frá Hjálmari fyrir sig og Val. "Geir Sveinsson talaði við mig en í sjálfu sér kom ekkert út úr því. Ég sagði við hann að ef þetta væri rétt þætti mér það mjög leitt fyrir hönd félagsins," sagði Guðmundur, sem talaði við Hjálmar í kjölfarið. "Við ræddum saman og það samtal er á milli okkar. Annars er verið að bera sakir á Hjálmar og þetta kemur í sjálfu sér Fram ekkert við. Ég hef engar sannanir um eitt eða neitt og Hjálmar verður að svara því til sjálfur hvort þessar ásakanir séu sannar." xx xx xx Guðmundur segir að honum finnist ekki eðlilegt að menn séu að tjá sig á öðrum spjallsíðum, en þeir sem það geri verði að standi fyrir sínu sjálfir. "Aðalstjórn félagsins mun ekkert gera í þessu máli en handknattleiksdeildin hlýtur að ræða þetta á sínum fundi þar sem um er að ræða varaformann deildarinnar. Annars er þetta ekki málefni Fram. Ef Hjálmar er að skrifa það sem hann er sakaður um þá er hann að skrifa það persónulega og ekki fyrir hönd félagsins á neinn hátt. Þannig að þetta er í sjálfu sér Fram óviðkomandi," sagði Guðmundur. Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. "Ég vísa þessu máli bara á Hjálmar enda hef ég ekkert kynnt mér það. Hjálmar hlýtur að geta svarað fyrir sig," sagði Kjartan, en eftir að blaðamaður hafði kynnt málið fyrir Kjartani sagði hann: "Mér finnst þetta ekki stórar ásakanir og málið ekki stórt. Þetta er alfarið mál Hjálmars og þú verður að tala við hann." henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira