Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram 9. október 2006 09:00 Loksins fann hann fjölina sína. Tite Kalandadze lék sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna í gær og skoraði fimm mörk með þrumuskotum utan af velli. Því miður dugðu mörk Kalandadze ekki til að komat Stjörnunni áfram. Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni