Álagning og framlegð hækkar hjá Högum 1. nóvember 2006 09:17 Grunnrekstur Haga, sem reka Bónus-keðjuna, batnar verulega á milli ára Afkoma af matvörumarkaði er enn óviðunandi að mati stjórnenda félagsins. Markaðurinn/Sigurður Jökull Ólafsson Grunnrekstur Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, batnaði töluvert á fyrri hluta reikningsársins samanborið við sama tíma í fyrra. Félagið tapaði 121 milljón króna á tímabilinu 1. mars til loka ágúst á móti 708 milljóna króna tapi árið áður. Aftur á móti skilaði félagið rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á rúman einn milljarð króna á móti 131 milljóna króna rekstrartapi fyrir afskriftir í fyrra. Á síðasta ári hafði verðstríð á matvörumarkaði neikvæð áhrif á rekstur Haga en greina má þess merki að rekstur stórmarkaða fari batnandi þótt stjórnendur Haga telji framlegð af matvörurekstri enn vera óviðunandi. Framlegð nam 5.639 milljónum króna og hækkaði um þriðjung á milli ára en hlutfall framlegðar af sölu hækkaði úr 21,2 prósentum í 25,4 prósent. Meðalálagning hækkaði um 7,2 prósentustig og nam 34 prósentum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er nokkuð sáttur með afkomu félagsins í heildina en bendir á að framlegð í hittifyrra hafi verið betri í en í ár. „Það er ljóst að enn er mikil samkeppni í gangi á matvörumarkaði og sumar mjólkurvörur eru seldar undir kostnaðarverði. Framlegð í matvörunni er til lengri tíma ekki viðunandi." Í sérvörunni lýtur reksturinn allt öðrum lögmálum, þar sem varan er jafnan dýrari. Hagar fjárfestu grimmt í sérvöruverslunum í Kringlu og Smáralind fyrr árinu og gengur að sögn Finns ágætlega að samþætta rekstur þeirra við rekstur Haga. „Við teljum okkur vera með eitt besta safn vörumerkja í smásölurekstri sem við getum hugsað okkur." Velta Haga, sem samanstendur meðal annars af Bónusi, Hagkaupum, Debenhams, nam 22,2 milljörðum króna á fyrri hluta reikningsársins og jókst um ellefu prósent á milli ára. Finnur telur ljóst að samkeppni muni aukast á öllum sviðum verslunar á næstu árum vegna þess mikla framboðs sem verður á verslunarrými á næstu misserum. Fyrirtækið Hagar tekur sjálft aðeins lítinn hlut í þessari aukningu en hugmyndir eru uppi um að færa og breyta Hagkaupsverslunum á Akureyri, í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Baugur á stærstan hlut í Högum, um 73 prósent en félagið keypti um fjórðungshlut af Fasteignafélaginu Stoðum fyrr á árinu. Aðrir eigendur Haga eru félög í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Grunnrekstur Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, batnaði töluvert á fyrri hluta reikningsársins samanborið við sama tíma í fyrra. Félagið tapaði 121 milljón króna á tímabilinu 1. mars til loka ágúst á móti 708 milljóna króna tapi árið áður. Aftur á móti skilaði félagið rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á rúman einn milljarð króna á móti 131 milljóna króna rekstrartapi fyrir afskriftir í fyrra. Á síðasta ári hafði verðstríð á matvörumarkaði neikvæð áhrif á rekstur Haga en greina má þess merki að rekstur stórmarkaða fari batnandi þótt stjórnendur Haga telji framlegð af matvörurekstri enn vera óviðunandi. Framlegð nam 5.639 milljónum króna og hækkaði um þriðjung á milli ára en hlutfall framlegðar af sölu hækkaði úr 21,2 prósentum í 25,4 prósent. Meðalálagning hækkaði um 7,2 prósentustig og nam 34 prósentum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er nokkuð sáttur með afkomu félagsins í heildina en bendir á að framlegð í hittifyrra hafi verið betri í en í ár. „Það er ljóst að enn er mikil samkeppni í gangi á matvörumarkaði og sumar mjólkurvörur eru seldar undir kostnaðarverði. Framlegð í matvörunni er til lengri tíma ekki viðunandi." Í sérvörunni lýtur reksturinn allt öðrum lögmálum, þar sem varan er jafnan dýrari. Hagar fjárfestu grimmt í sérvöruverslunum í Kringlu og Smáralind fyrr árinu og gengur að sögn Finns ágætlega að samþætta rekstur þeirra við rekstur Haga. „Við teljum okkur vera með eitt besta safn vörumerkja í smásölurekstri sem við getum hugsað okkur." Velta Haga, sem samanstendur meðal annars af Bónusi, Hagkaupum, Debenhams, nam 22,2 milljörðum króna á fyrri hluta reikningsársins og jókst um ellefu prósent á milli ára. Finnur telur ljóst að samkeppni muni aukast á öllum sviðum verslunar á næstu árum vegna þess mikla framboðs sem verður á verslunarrými á næstu misserum. Fyrirtækið Hagar tekur sjálft aðeins lítinn hlut í þessari aukningu en hugmyndir eru uppi um að færa og breyta Hagkaupsverslunum á Akureyri, í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Baugur á stærstan hlut í Högum, um 73 prósent en félagið keypti um fjórðungshlut af Fasteignafélaginu Stoðum fyrr á árinu. Aðrir eigendur Haga eru félög í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira